Fleiri fréttir Nýr dómari tekur við Al-Thani málinu Símon Sigvaldason mun taka við sem dómari í al-Thani málinu svokallaða auk þess sem fyrirhugað er að aðalmeðferð málsins fari fram í október en ekki í febrúar á næsta ári eins og talið var. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Símon tekur við málinu af Pétri Guðgeirssyni sem er að fara í veikindaleyfi. 25.4.2013 20:37 Bankar og fjármálafyrirtæki aftur farin að lána fyrir hlutabréfum Bankar og fjármálafyrirtæki eru aftur farin að veita lán til hlutabréfakaupa. Hagfræðingur segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm og afleiðingarnar geti orðið minni útgáfa af hruninu 2008. 25.4.2013 18:50 VÍS er með flesta hluthafa Verð hlutabréfa VÍS hækkaði um 16 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta í gær. Markverð skráning fyrir margra hluta sakir, segir forstjóri Kauphallarinnar. Félagið er með flesta hluthafa skráðra félaga. 25.4.2013 12:00 Svanhildur og Guðmundur Örn selja í Skeljungi - SÍA II vill kaupa Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eiga um 92% hlut í Skeljungi, hafa ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu að því er fram kemur í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. 25.4.2013 09:29 Hagnaður dregst mikið saman Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi dregst saman um rúmlega 41 prósent miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Í nýbirtu uppgjöri kemur fram að hagnaður fjórðungsins í ár sé tæplega 5,8 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 9,8 milljónum dala. 25.4.2013 07:00 Gríðarleg eftirspurn eftir bréfum í TM Hlutafjárútboði með bréf í Tryggingamiðstöðinni lauk klukkan fjögur í dag, en í útboðinu buðu Stoðir 28,7% af útgefnum hlutum í TM til sölu. Áður en útboðið með hlut TM fór fram gerðu seljendur ráð fyrir að söluandvirði, á hvern hlut yrði á bilinu 17,75-20,10 krónur, þannig að heildarsöluandvirðið yrði á bilinu 3,9-4,4 milljarðar króna. Markaðsvirði alls hlutafjár í TM miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna. 24.4.2013 22:18 Útvappið: Nýtt íslenskt smáforrit fyrir snjallsíma Útvappið er nýtt smáforrit sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla í snjallsímum; bæði beina útsendingu og eldri upptökur þátta og hljóðbrota. 24.4.2013 21:56 ESA lýkur rannsókn á ríkisábyrgðum LV og OR Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag lokið rannsókn sinni á máli varðandi ríkisábyrgðir Landsvirkjunar (LV) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Þetta er gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum ESA og settu reglur sem tryggja að ríkisábyrgðir sem fyrirtækin njóta samrýmist að fullu reglum EES-samningsins ríkisábyrgðir. 24.4.2013 14:43 Tveir færustu viðmótssérfræðingar Norðurlandanna á leið til landsins "Það er verulegur fengur í komu þeirra hingað til lands, enda ekki á hverjum degi sem hingað koma sérfræðingar á borð við þessa.“ 24.4.2013 14:30 Töluvert dregur úr hagnaði Össurar milli ára Hagnaður Össurar hf. nam 6 milljónum dollara eða um 700 milljónum kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minna en á sama tímabili í fyrra þegar 10 milljóna dollara hagnaður varð af rekstrinum. 24.4.2013 14:09 Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. 24.4.2013 13:46 Meet in Reykjavík hlýtur viðurkenningu Meet in Reykjavik (Ráðstefnuborgin Reykjavík) hefur hlotið viðurkenningu The MICE Report sem "Best City Convention Bureau“ í Norður-Evrópu. 24.4.2013 13:33 Endurskoðendur segjast hafa varað við viðskiptum Lýðs Tveir endurskoðendur hjá Deloitte segjast hafa lagst gegn hlutafjáraukningu Exista í lok árs 2008. Frá þessu greindu þeir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara þegar málið var til rannsóknar. 24.4.2013 13:26 Sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið Fram Foods ehf. hefur selt dótturfélag sitt Fram Foods Ísland hf. Þar með er sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið. Hópur fjárfesta, sem leiddur er af Berghóli ehf., stendur að baki kaupunum á Fram Foods Ísland hf. Kaupverðið er trúnaðarmál. 24.4.2013 12:37 Arion banki kaupir 6,6% í VÍS Arion banki hefur keypt 6,63% hlut í VÍS. Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni rétt áðan þar sem eignarhluturinn er yfir 5% markinu. 24.4.2013 12:28 Töluverð viðskipti með hluti í VÍS, hafa hækkað um 15% Viðskipti með hlutabréf í VÍS hafa verið töluverð á morgni fyrsta viðskiptadags félagsins. Gengi félagsins stendur í 9,15 kr. á hlut sem er 15% hærra en gengi félagsins í A og B hluta útboðsins en það var 7,95 kr. á hlut. 24.4.2013 11:15 Eignir á Íslandi eiga eftir að hækka í verði Að sögn kínverska fjárfestisins Huang Nubo hefðu viðskiptin með Grímsstaði á Fjöllum fært honum fúlgur fjár. 24.4.2013 10:23 Vill ekki að Lárentsínus verji Steinþór Saksóknari hjá sérstökum saksóknara, krefst þess að Lárentínus Kristjánsson, verði ekki skipaður Steinþórs Gunnarssonar, eins sakborninga í Landsbankamálinu. 24.4.2013 10:22 Hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur yrði ekki lögmaður Sigurðar Dómari í málinu gegn Kaupþingsmönnum sem þingfest var í morgun hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur Jónsson hrl yrði ekki skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar í málinu. Þessum úrskurði hefur saksóknari vísað til Hæstaréttar. 24.4.2013 10:02 Árni og Hallbjörn eiga tæp 10% í VÍS Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga 9,9% af hlutafé VÍS í gegnum félag sitt Hagamelur ehf. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöllinni í morgun. 24.4.2013 09:22 Hagstofan mældi 6,8% atvinnuleysi í mars Atvinnuleysið mældist 6,8% í mars s.l. og lækkaði um 0,7 prósentur miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. 24.4.2013 09:05 Hagnaður MP banka jókst um yfir 400 milljónir milli ára 465 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta samanborið við 22 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatta nam 433 milljónum króna. 24.4.2013 08:44 OR í viðræðum við Landsbréf um sölu á Magma-bréfinu Orkuveita Reykjavíkur (OR) á í viðræðum við sjóðsstýringarfyrirtækið Landsbréf um mögulega sölu Magma-skuldabréfs, en bréfið var bókfært á 9,7 milljarða króna í ársreikningi OR um síðustu áramót. 24.4.2013 07:51 Góður afgangur af rekstri Kópavogsbæjar Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 186 milljónir króna í fyrra en áætlun gerði ráð fyrir 102 milljónum króna. Útkoman var því betri sem nemur 84 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir síðasta ár. 24.4.2013 07:44 Vill selja nær allt nema Byko Viðræður standa yfir um sölu á nærri öllum innlendum eignum Norvikur til framtakssjóðs á vegum dótturfélags Arion banka að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. 23.4.2013 20:03 Tvær fjölskyldur fá tæpar 300 milljónir í arðgreiðslur Tvær fjölskyldur fá greiddar tæpar þrjú hundruð milljónir króna í arðgreiðslur af sautján hundruð milljón króna arði sem greiddur verður til hluthafa HB Granda. Þetta er tæplega fimmtungur af heildararðgreiðslum félagsins. 23.4.2013 18:36 Barðist í bökkum áður en hún vann í lottói Fullorðin kona sem barðist í bökkum er nú komin á beinu brautina eftir að hún og synir hennar unnu 59 milljónir króna í lottóinu á laugardaginn. Mæðginin ákváðu að kaupa þennan miða saman eftir að annan soninn hafði dreymt látinn föður sinn. Réðu þau þannig í drauminn að þau ættu að kaupa sér lottómiða. Vinningurinn kemur sér einstaklega vel og þá sérstaklega fyrir móðurina sem hefur barist í bökkum síðustu ár. Miðann var keyptur í Olís í Hamraborg í Kópavogi og var þetta sjálfvalsmiði. 23.4.2013 15:59 SA gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir vaxtaákvarðanir Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. 23.4.2013 15:17 Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins "Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. 23.4.2013 15:10 Um 11% af heimsaflanum kemur úr N-Atlantshafi Fiskveiðar í Norður Atlantshafi eru um 11% af heildarfiskveiðum í heiminum. Norðmenn veiða mest af þessum afla eða um 23%. 23.4.2013 14:13 Svanhvít kjörin formaður Almannatengslafélagsins Ný stjórn var kosin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands í dag, þriðjudaginn 23. apríl og var Svanhvít Friðriksdóttir kjörinn formaður félagsins. Svanhvít starfar sem upplýsingarfulltrúi WOW air og er með meistaragráðu í almannatengslum frá University of Westminster í Bretlandi. Eva Dögg Þorgeirsdóttir almannatengill og mastersnemi í HÍ var kjörin varaformaður. Meðstjórnendur eru Lovísa Lilliendahl almannatengill, G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, Berghildur Erla Bernharðsdóttir deildarstjóri kynningar og markaðsmála hjá Listasafni Reykjavíkur, Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu og Líney Inga Arnórsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. 23.4.2013 14:07 Reyna að koma um 2000 heimilum til bjargar Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. 23.4.2013 14:02 Velta með atvinnuhúsnæði yfir 8,6 milljarðar í mars Í mars s.l. var 62 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 65 utan þess. 23.4.2013 13:30 Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni, miðvikudaginn 8. maí. Indiska hannar og selur margvíslegar vörur eins og húsbúnað, fatnað, skartgripi og húsgögn. Um er að ræða norræna hönnun innblásna af indversku handverki. 23.4.2013 12:38 Segir uppgjör Marel vera óviðunandi Greining Íslandsbanka segir að uppgjör Marel fyrir fyrsta ársfjórðung ársins verði að teljast óviðunandi fyrir stjórnendur og eigendur félagsins. Hagnaður félagsins á ársfjórðungnum var meira en helmingi lægri en á sama tímabili í fyrra. 23.4.2013 12:02 Bein útsending frá fundinum í Hörpu Forsvarsmenn flokkanna svara fyrir stefnu sína gagnvart atvinnulífinu. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum hér á Vísi. 23.4.2013 11:45 Kaupmáttur launa gæti aukist fram á haustið Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Haldi krónan núverandi styrk gæti kaupmátturinn aukist enn frekar fram á haustið, sem væntanlega myndi hjálpa til við að landa hóflegri hækkun nafnlauna í komandi kjarasamningum undir lok árs. 23.4.2013 11:42 Staða ríkisfjármála Íslands góð í alþjóðlegum samanburði Frumjöfnuður hins opinbera á Íslandi verður 2,5% af landsframleiðslu (VLF) í ár og hefur batnað um 9% af landsframleiðslu frá árinu 2009. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), en á vorfundi sjóðsins í Washington um helgina var kynnt skýrsla um stöðu opinberra fjármála í aðildarríkjum hans. 23.4.2013 11:13 Launamunur kynjanna var 18,1% í fyrra Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat var 18,1% árið 2012. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. 23.4.2013 09:13 Kaupmáttur launa jókst um 1,1% í mars Vísitala kaupmáttar launa í mars er 113,7 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%. 23.4.2013 09:06 Veltan yfir 4 milljarðar á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 118. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 23.4.2013 07:58 Hagnaður Marel minnkar um meira en helming milli ára Hagnaður Marel eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 5,7 milljónum evra eða um 870 milljónum króna. Þetta er meir en tvöfalt minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam rúmlega 13 milljónum evra. 23.4.2013 07:45 Sjávarútvegssýningin í Brussel hafin: Gerði besta samning ævinnar á Rommbarnum Stærsta sjávarútvegssýning heimsins hefst í Brussel í dag og þar verður Indriði Ívarsson sölustjóri Ögurvíkur til staðar tuttugusta árið í röð. 23.4.2013 07:30 Íslandsbanki afskrifað 475 milljarða frá hruni Heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina Íslandsbanka nema 475,2 milljörðum króna frá stofnun bankans til ársloka 2012. 23.4.2013 07:00 Krónan ekki sterkari síðan 2010 Gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert á síðustu vikum og hefur ekki verið sterkara síðan á haustmánuðum árið 2010. Gengisstyrkingin hefur haft áhrif á þróun verðlags en útlit er fyrir að verðbólgan verði sú lægsta í tvö ár. 23.4.2013 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr dómari tekur við Al-Thani málinu Símon Sigvaldason mun taka við sem dómari í al-Thani málinu svokallaða auk þess sem fyrirhugað er að aðalmeðferð málsins fari fram í október en ekki í febrúar á næsta ári eins og talið var. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Símon tekur við málinu af Pétri Guðgeirssyni sem er að fara í veikindaleyfi. 25.4.2013 20:37
Bankar og fjármálafyrirtæki aftur farin að lána fyrir hlutabréfum Bankar og fjármálafyrirtæki eru aftur farin að veita lán til hlutabréfakaupa. Hagfræðingur segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm og afleiðingarnar geti orðið minni útgáfa af hruninu 2008. 25.4.2013 18:50
VÍS er með flesta hluthafa Verð hlutabréfa VÍS hækkaði um 16 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta í gær. Markverð skráning fyrir margra hluta sakir, segir forstjóri Kauphallarinnar. Félagið er með flesta hluthafa skráðra félaga. 25.4.2013 12:00
Svanhildur og Guðmundur Örn selja í Skeljungi - SÍA II vill kaupa Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eiga um 92% hlut í Skeljungi, hafa ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu að því er fram kemur í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. 25.4.2013 09:29
Hagnaður dregst mikið saman Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi dregst saman um rúmlega 41 prósent miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Í nýbirtu uppgjöri kemur fram að hagnaður fjórðungsins í ár sé tæplega 5,8 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 9,8 milljónum dala. 25.4.2013 07:00
Gríðarleg eftirspurn eftir bréfum í TM Hlutafjárútboði með bréf í Tryggingamiðstöðinni lauk klukkan fjögur í dag, en í útboðinu buðu Stoðir 28,7% af útgefnum hlutum í TM til sölu. Áður en útboðið með hlut TM fór fram gerðu seljendur ráð fyrir að söluandvirði, á hvern hlut yrði á bilinu 17,75-20,10 krónur, þannig að heildarsöluandvirðið yrði á bilinu 3,9-4,4 milljarðar króna. Markaðsvirði alls hlutafjár í TM miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna. 24.4.2013 22:18
Útvappið: Nýtt íslenskt smáforrit fyrir snjallsíma Útvappið er nýtt smáforrit sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla í snjallsímum; bæði beina útsendingu og eldri upptökur þátta og hljóðbrota. 24.4.2013 21:56
ESA lýkur rannsókn á ríkisábyrgðum LV og OR Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag lokið rannsókn sinni á máli varðandi ríkisábyrgðir Landsvirkjunar (LV) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Þetta er gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum ESA og settu reglur sem tryggja að ríkisábyrgðir sem fyrirtækin njóta samrýmist að fullu reglum EES-samningsins ríkisábyrgðir. 24.4.2013 14:43
Tveir færustu viðmótssérfræðingar Norðurlandanna á leið til landsins "Það er verulegur fengur í komu þeirra hingað til lands, enda ekki á hverjum degi sem hingað koma sérfræðingar á borð við þessa.“ 24.4.2013 14:30
Töluvert dregur úr hagnaði Össurar milli ára Hagnaður Össurar hf. nam 6 milljónum dollara eða um 700 milljónum kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minna en á sama tímabili í fyrra þegar 10 milljóna dollara hagnaður varð af rekstrinum. 24.4.2013 14:09
Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. 24.4.2013 13:46
Meet in Reykjavík hlýtur viðurkenningu Meet in Reykjavik (Ráðstefnuborgin Reykjavík) hefur hlotið viðurkenningu The MICE Report sem "Best City Convention Bureau“ í Norður-Evrópu. 24.4.2013 13:33
Endurskoðendur segjast hafa varað við viðskiptum Lýðs Tveir endurskoðendur hjá Deloitte segjast hafa lagst gegn hlutafjáraukningu Exista í lok árs 2008. Frá þessu greindu þeir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara þegar málið var til rannsóknar. 24.4.2013 13:26
Sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið Fram Foods ehf. hefur selt dótturfélag sitt Fram Foods Ísland hf. Þar með er sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið. Hópur fjárfesta, sem leiddur er af Berghóli ehf., stendur að baki kaupunum á Fram Foods Ísland hf. Kaupverðið er trúnaðarmál. 24.4.2013 12:37
Arion banki kaupir 6,6% í VÍS Arion banki hefur keypt 6,63% hlut í VÍS. Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni rétt áðan þar sem eignarhluturinn er yfir 5% markinu. 24.4.2013 12:28
Töluverð viðskipti með hluti í VÍS, hafa hækkað um 15% Viðskipti með hlutabréf í VÍS hafa verið töluverð á morgni fyrsta viðskiptadags félagsins. Gengi félagsins stendur í 9,15 kr. á hlut sem er 15% hærra en gengi félagsins í A og B hluta útboðsins en það var 7,95 kr. á hlut. 24.4.2013 11:15
Eignir á Íslandi eiga eftir að hækka í verði Að sögn kínverska fjárfestisins Huang Nubo hefðu viðskiptin með Grímsstaði á Fjöllum fært honum fúlgur fjár. 24.4.2013 10:23
Vill ekki að Lárentsínus verji Steinþór Saksóknari hjá sérstökum saksóknara, krefst þess að Lárentínus Kristjánsson, verði ekki skipaður Steinþórs Gunnarssonar, eins sakborninga í Landsbankamálinu. 24.4.2013 10:22
Hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur yrði ekki lögmaður Sigurðar Dómari í málinu gegn Kaupþingsmönnum sem þingfest var í morgun hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur Jónsson hrl yrði ekki skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar í málinu. Þessum úrskurði hefur saksóknari vísað til Hæstaréttar. 24.4.2013 10:02
Árni og Hallbjörn eiga tæp 10% í VÍS Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga 9,9% af hlutafé VÍS í gegnum félag sitt Hagamelur ehf. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöllinni í morgun. 24.4.2013 09:22
Hagstofan mældi 6,8% atvinnuleysi í mars Atvinnuleysið mældist 6,8% í mars s.l. og lækkaði um 0,7 prósentur miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. 24.4.2013 09:05
Hagnaður MP banka jókst um yfir 400 milljónir milli ára 465 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka á fyrsta ársfjórðungi ársins eftir skatta samanborið við 22 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatta nam 433 milljónum króna. 24.4.2013 08:44
OR í viðræðum við Landsbréf um sölu á Magma-bréfinu Orkuveita Reykjavíkur (OR) á í viðræðum við sjóðsstýringarfyrirtækið Landsbréf um mögulega sölu Magma-skuldabréfs, en bréfið var bókfært á 9,7 milljarða króna í ársreikningi OR um síðustu áramót. 24.4.2013 07:51
Góður afgangur af rekstri Kópavogsbæjar Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 186 milljónir króna í fyrra en áætlun gerði ráð fyrir 102 milljónum króna. Útkoman var því betri sem nemur 84 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir síðasta ár. 24.4.2013 07:44
Vill selja nær allt nema Byko Viðræður standa yfir um sölu á nærri öllum innlendum eignum Norvikur til framtakssjóðs á vegum dótturfélags Arion banka að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. 23.4.2013 20:03
Tvær fjölskyldur fá tæpar 300 milljónir í arðgreiðslur Tvær fjölskyldur fá greiddar tæpar þrjú hundruð milljónir króna í arðgreiðslur af sautján hundruð milljón króna arði sem greiddur verður til hluthafa HB Granda. Þetta er tæplega fimmtungur af heildararðgreiðslum félagsins. 23.4.2013 18:36
Barðist í bökkum áður en hún vann í lottói Fullorðin kona sem barðist í bökkum er nú komin á beinu brautina eftir að hún og synir hennar unnu 59 milljónir króna í lottóinu á laugardaginn. Mæðginin ákváðu að kaupa þennan miða saman eftir að annan soninn hafði dreymt látinn föður sinn. Réðu þau þannig í drauminn að þau ættu að kaupa sér lottómiða. Vinningurinn kemur sér einstaklega vel og þá sérstaklega fyrir móðurina sem hefur barist í bökkum síðustu ár. Miðann var keyptur í Olís í Hamraborg í Kópavogi og var þetta sjálfvalsmiði. 23.4.2013 15:59
SA gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir vaxtaákvarðanir Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. 23.4.2013 15:17
Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins "Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. 23.4.2013 15:10
Um 11% af heimsaflanum kemur úr N-Atlantshafi Fiskveiðar í Norður Atlantshafi eru um 11% af heildarfiskveiðum í heiminum. Norðmenn veiða mest af þessum afla eða um 23%. 23.4.2013 14:13
Svanhvít kjörin formaður Almannatengslafélagsins Ný stjórn var kosin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands í dag, þriðjudaginn 23. apríl og var Svanhvít Friðriksdóttir kjörinn formaður félagsins. Svanhvít starfar sem upplýsingarfulltrúi WOW air og er með meistaragráðu í almannatengslum frá University of Westminster í Bretlandi. Eva Dögg Þorgeirsdóttir almannatengill og mastersnemi í HÍ var kjörin varaformaður. Meðstjórnendur eru Lovísa Lilliendahl almannatengill, G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, Berghildur Erla Bernharðsdóttir deildarstjóri kynningar og markaðsmála hjá Listasafni Reykjavíkur, Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu og Líney Inga Arnórsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. 23.4.2013 14:07
Reyna að koma um 2000 heimilum til bjargar Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. 23.4.2013 14:02
Velta með atvinnuhúsnæði yfir 8,6 milljarðar í mars Í mars s.l. var 62 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 65 utan þess. 23.4.2013 13:30
Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni, miðvikudaginn 8. maí. Indiska hannar og selur margvíslegar vörur eins og húsbúnað, fatnað, skartgripi og húsgögn. Um er að ræða norræna hönnun innblásna af indversku handverki. 23.4.2013 12:38
Segir uppgjör Marel vera óviðunandi Greining Íslandsbanka segir að uppgjör Marel fyrir fyrsta ársfjórðung ársins verði að teljast óviðunandi fyrir stjórnendur og eigendur félagsins. Hagnaður félagsins á ársfjórðungnum var meira en helmingi lægri en á sama tímabili í fyrra. 23.4.2013 12:02
Bein útsending frá fundinum í Hörpu Forsvarsmenn flokkanna svara fyrir stefnu sína gagnvart atvinnulífinu. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum hér á Vísi. 23.4.2013 11:45
Kaupmáttur launa gæti aukist fram á haustið Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Haldi krónan núverandi styrk gæti kaupmátturinn aukist enn frekar fram á haustið, sem væntanlega myndi hjálpa til við að landa hóflegri hækkun nafnlauna í komandi kjarasamningum undir lok árs. 23.4.2013 11:42
Staða ríkisfjármála Íslands góð í alþjóðlegum samanburði Frumjöfnuður hins opinbera á Íslandi verður 2,5% af landsframleiðslu (VLF) í ár og hefur batnað um 9% af landsframleiðslu frá árinu 2009. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), en á vorfundi sjóðsins í Washington um helgina var kynnt skýrsla um stöðu opinberra fjármála í aðildarríkjum hans. 23.4.2013 11:13
Launamunur kynjanna var 18,1% í fyrra Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat var 18,1% árið 2012. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. 23.4.2013 09:13
Kaupmáttur launa jókst um 1,1% í mars Vísitala kaupmáttar launa í mars er 113,7 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%. 23.4.2013 09:06
Veltan yfir 4 milljarðar á fasteignamarkaði borgarinnar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 118. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 23.4.2013 07:58
Hagnaður Marel minnkar um meira en helming milli ára Hagnaður Marel eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 5,7 milljónum evra eða um 870 milljónum króna. Þetta er meir en tvöfalt minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam rúmlega 13 milljónum evra. 23.4.2013 07:45
Sjávarútvegssýningin í Brussel hafin: Gerði besta samning ævinnar á Rommbarnum Stærsta sjávarútvegssýning heimsins hefst í Brussel í dag og þar verður Indriði Ívarsson sölustjóri Ögurvíkur til staðar tuttugusta árið í röð. 23.4.2013 07:30
Íslandsbanki afskrifað 475 milljarða frá hruni Heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina Íslandsbanka nema 475,2 milljörðum króna frá stofnun bankans til ársloka 2012. 23.4.2013 07:00
Krónan ekki sterkari síðan 2010 Gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert á síðustu vikum og hefur ekki verið sterkara síðan á haustmánuðum árið 2010. Gengisstyrkingin hefur haft áhrif á þróun verðlags en útlit er fyrir að verðbólgan verði sú lægsta í tvö ár. 23.4.2013 06:00