Viðskipti innlent

Sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið

Fram Foods ehf. hefur selt dótturfélag sitt Fram Foods Ísland hf. Þar með er sölu á öllum rekstrareiningum Fram Foods ehf. lokið. Hópur fjárfesta, sem leiddur er af Berghóli ehf., stendur að baki kaupunum á Fram Foods Ísland hf. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Í tilkynningu segir að áður hafa rekstrarfélög Fram Foods ehf. í Síle, Finnlandi og Svíþjóð verið seld. Þannig markar salan á Fram Foods Ísland hf. lokaáfangan í sölu rekstrareininga Fram Foods ehf.

Áður en Fram Foods var yfirtekið af Arion banka var félagið að auki með starfsemi í Frakklandi sem var síðar aðskilin frá Fram Foods ehf. Reksturinn í Frakklandi er í söluferli.

Fram Foods ehf. er að fullu í eigu Eignabjargs ehf., dótturfélags Arion banka hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×