Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr hagnaði Össurar milli ára

Hagnaður Össurar hf. nam 6 milljónum dollara eða um 700 milljónum kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minna en á sama tímabili í fyrra þegar 10 milljóna dollara hagnaður varð af rekstrinum.

Heildarsala félagsins nam 97 milljónum dollara samanborið við 100 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Sala dróst því saman um 3%, mælt í staðbundinni mynt, að því er segir í tilkynningu um uppgjörið.

"Fyrsti ársfjórðungur hefur verið erfiður. Breytingar á endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum hefur haft meiri áhrif en við gerðum ráð fyrir og mun áhrifanna gæta út þetta ár," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar í tilkynningunni.

"Við höfum gert viðeigandi ráðstafanir en það mun taka nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. Markaðurinn hjá EMEA var almennt rólegur á fjórðungnum, en sala á stoðtækjum heldur áfram að vera góð og sérstaklega sala á bionic vörum. Nýjir markaðir í EMEA ganga vel og vöxtur í Asíu heldur áfram að vera mjög góður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×