Viðskipti innlent

Tveir færustu viðmótssérfræðingar Norðurlandanna á leið til landsins

Thor Eie og Kjell Morten.
Thor Eie og Kjell Morten.
Samtök vefiðnaðarins standa fyrir ráðstefnu á föstudag undir nafninu Iceweb Workshop.

Þar munu tveir færustu viðmótssérfræðingar Norðurlandanna, Thor Fredrik Eie og Kjell Morten, koma fram og fjalla um vefmælingar og stefnumótun vefja fyrir íslenska kollega sína innan vefgeirans.

Eie og Morten eru báðir frá Noregi og búa yfir gríðarlegri reynslu. Þeir hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Noregs ásamt því að halda reglulega fyrirlestra um ýmis veftengd málefni. 

„Það er verulegur fengur í komu þeirra hingað til lands, enda ekki á hverjum degi sem hingað koma sérfræðingar á borð við þessa. Áhersla þeirra er á að þeir sem taka þátt í „workshop-inu“ öðlist þekkingu sem hægt er að nýta strax í starfi,“ kemur fram í tilkynningu frá SVEF.

Iceweb Workshop fer fram á Nauthóli og hefst klukkan níu um morguninn. Enn er hægt að verða sér úti um miða á heimasíðunni icewebconference.com

Þá er hægt að fylgjast með Eie og Morten á Twitter, þar sem þeir tísta undir nöfnunum @thordivel og @kjellmorten






Fleiri fréttir

Sjá meira


×