Viðskipti innlent

Svanhildur og Guðmundur Örn selja í Skeljungi - SÍA II vill kaupa

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eiga um 92% hlut í Skeljungi, hafa ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu að því er fram kemur í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Þar segir að viðræður við framtakssjóðinn SÍA II, sem er rekinn af sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni, séu langt komnar og búið er að semja um helstu atriði mögulegs samnings.

Framtakssjóðurinn SÍA II er í eigu Stefnis, dótturfélags Arion banka, og var komið á fót í byrjun þessa árs eftir að hafa lokið fjármögnun upp á 7,5 milljarða króna.

Frá því var greint í Viðskiptablaðinu í fyrradag að sjóðurinn væri einnig í viðræðum við Jón Helga Guðmundsson, forstjóra og eigenda Norvik hf., um að kaupa stóran hluta verslana í eigu Norvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×