Viðskipti innlent

Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni

Athafnakonurnar Dagbjört Guðmundsdóttir, Guðrún Scheving Thirsteinsson, Sigríður Ragna Jónsdóttir og Sigrún Andersen.
Athafnakonurnar Dagbjört Guðmundsdóttir, Guðrún Scheving Thirsteinsson, Sigríður Ragna Jónsdóttir og Sigrún Andersen.
Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni, miðvikudaginn 8. maí. Indiska hannar og selur margvíslegar vörur eins og húsbúnað, fatnað, skartgripi og húsgögn. Um er að ræða norræna hönnun innblásna af indversku handverki.

Í tilkynningu segir að Indiska hefur verið starfrækt í 112 ár og státar nú af 90 búðum viðs vegar um Norðurlönd. Fyrirtækið hefur verið í eign sömu fjölskyldunnar frá upphafi og núverandi framkvæmdastjóri þess, Sofie Gunolf, sem jafnframt er þriðja kynslóð eiganda, verður viðstödd opnunina hér á landi.

Athafnakonurnar Dagbjört Guðmundsdóttir, Guðrún Scheving Thirsteinsson, Sigríður Ragna Jónsdóttir og Sigrún Andersen standa fyrir opnunni á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×