SA gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir vaxtaákvarðanir 23. apríl 2013 15:17 Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“ Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun