SA gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir vaxtaákvarðanir 23. apríl 2013 15:17 Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“ Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira