Viðskipti innlent

OR í viðræðum við Landsbréf um sölu á Magma-bréfinu

Orkuveita Reykjavíkur (OR) á í viðræðum við sjóðsstýringarfyrirtækið Landsbréf um mögulega sölu Magma-skuldabréfs, en bréfið var bókfært á 9,7 milljarða króna í ársreikningi OR um síðustu áramót.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Blaðið ræðir við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR sem segir að vonir standi til að niðurstaða fáist í málið á allra næstu vikum.

OR eignaðist skuldabréfið haustið 2009 þegar kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy keypti hlut Orkuveitunnar í HS Orku.

Nafnverð þess er 68 milljónir dollara og í fréttinni kemur fram að OR hafi væntingar um að söluverðið gæti verið nálægt bókfærðu virði bréfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×