Viðskipti innlent

Meet in Reykjavík hlýtur viðurkenningu

Meet in Reykjavik (Ráðstefnuborgin Reykjavík) hefur hlotið viðurkenningu The MICE Report sem „Best City Convention Bureau“  í Norður-Evrópu.

Í tilkynningu segir að The MICE Report er eitt útbreiddasta og áhrifamesta tímarit heims sem fjallar um funda-, hvataferða- og ráðstefnugeirann.

Tímaritið veitir árlega verðlaun til þeirra stofnana og fyrirtækja í þessum geira sem þykja skara framúr á sínu sviði. Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunin séu veitt fyrir „spennandi og ferska nálgun við að markaðssetja Reykjavík sem einstakan áfangastað fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur teljum við að Meet in Reykjavík keyri markaðssókn sína á hugvitsamlegan hátt .“ 

„Það er mikil viðurkenning fyrir Meet in Reykjavik að fá þessi verðlaun, því við höfum ekki starfað nema í rúmlega eitt ár,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík í tilkynningunni.

„Frá fyrsta degi höfum við sett mikinn kraft í starfsemina og höfum látið í okkar heyra mjög víða á þessum vettvangi. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns við að markaðssetja og kveikja áhuga á Reykjavík og raunar Íslandi öllu, sem áhugaverðum áfangastað. Meet in Reykjavik styður jafnframt tilboðsgerð fyrir stærri fundi og ráðstefnur í nánu samstarfi við aðildarfélög sín.

Að baki Meet in Reykjavík standa Reykjavíkurborg, Harpa og Icelandair Group sem kjölfestuaðilar ásamt fjölda annarra aðildarfélaga sem telur flest þau fyrirtæki sem þjónusta þennan markað eða njóta góðs af aukinni markaðssetningu á einn eða annan máta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×