Viðskipti innlent

Hagnaður dregst mikið saman

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á fundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán
Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á fundi í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán
Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi dregst saman um rúmlega 41 prósent miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Í nýbirtu uppgjöri kemur fram að hagnaður fjórðungsins í ár sé tæplega 5,8 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 9,8 milljónum dala.

Heildarsala fyrirtækisins nam 97,1 milljón dala samanborið við 99,8 milljónir á fyrsta fjórðungi 2012. Samdráttur milli ára nemur þremur prósentum.

„Fyrsti ársfjórðungur hefur verið erfiður,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í tilkynningu félagsins. „Breytingar á endurgreiðslukerfinu í Bandaríkjunum hafa haft meiri áhrif en við gerðum ráð fyrir og mun áhrifanna gæta út þetta ár. Við höfum gert viðeigandi ráðstafanir en það mun taka nokkurn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×