Viðskipti innlent

Hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur yrði ekki lögmaður Sigurðar

Dómari í málinu gegn Kaupþingsmönnum sem þingfest var í morgun hafnaði kröfu saksóknara um að Gestur Jónsson hrl yrði ekki skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar í málinu. Þessum úrskurði hefur saksóknari vísað til Hæstaréttar.

Þetta er annað málið gegn fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem er fyrir dómi. Eins og kunnugt er átti aðalmeðferð í svokölluðu al-Thani máli að fara fram fyrr í apríl en var frestað eftir að verjendur tveggja sakborninga báðust lausnar undan málinu.

Ástæðan fyrir kröfu saksóknara er sú að það voru Gestur og Ragnar H. Hall sem sögðu sig frá al-Thani málinu með þeim afleiðingum að það þurfti að fresta því






Fleiri fréttir

Sjá meira


×