Viðskipti innlent

Reyna að koma um 2000 heimilum til bjargar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ætlunin er að bjarga um 2000 heimilum.
Ætlunin er að bjarga um 2000 heimilum. Myn/ Vilhelm.
Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa.

Samkvæmt sameiginlegri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt hinni svokölluðu 110% leið. Þannig yrðu eftirstöðvar húsnæðislána með lánsveð, sem tekin voru fyrir 1. janúar 2009, færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Áætlað er að þessi aðgerð geti náð til um 2000 heimila og að heildarniðurfærslan geti numið um þremur milljörðum króna. Þátttaka lífeyrissjóðanna er m.a. háð því skilyrði að aðgerðin feli ekki í sér skerðingu á fjárhagslegum hagsmunum sjóðfélaga. Í yfirlýsingunni er gengið út frá því að hlutur lífeyrissjóða svari til 12% af heildarkostnaði en ríkisvaldið tryggi greiðslu 88% þeirrar niðurfærlsu á skuldum tryggðum með lánsveðum, sem aðgerðin tekur til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×