Kaupmáttur launa gæti aukist fram á haustið 23. apríl 2013 11:42 Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Haldi krónan núverandi styrk gæti kaupmátturinn aukist enn frekar fram á haustið, sem væntanlega myndi hjálpa til við að landa hóflegri hækkun nafnlauna í komandi kjarasamningum undir lok árs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að kaupmáttur launa mælist nú svipaður og hann var á öðrum ársfjórðungi 2006. Hins vegar gæti þróunin næstu ársfjórðunga orðið nokkuð önnur en raunin var á sama tíma í fyrra. Frá marsmánuði 2012 fram til síðustu áramóta minnkaði kaupmáttur launa um 0,4%, enda hækkaði verðlag í landinu nokkuð meira en sem nam launaskriði. Nú er hins vegar útlit fyrir að vísitala neysluverðs lækki í apríl, og ef krónan veikist ekki verulega að nýju fyrir haustið lítur út fyrir að verðlag hækki fremur lítið fram undir vetur. Kaupmáttur gæti því aukist nokkuð til viðbótar fram eftir árinu, jafnvel þótt launaskrið reynist hóflegt. Ef sú verður raunin og verðbólguhorfur haldast þokkalega jákvæðar mun það væntanlega minnka þrýsting á verulega nafnlaunahækkun til að ná fram kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum, en núverandi samningar eru lausir í nóvemberlok á þessu ári. Hófsamir kjarasamningar myndu svo aftur bæta verðbólguhorfur til meðallangs tíma, enda skiptir launaþróun verulegu máli fyrir innlendan verðþrýsting. Ekki er þó sopið kálið fyrr en í ausuna er komið, og rétt að hafa í huga að ýmislegt getur gengið á fram að kjarasamningunum í haust, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Haldi krónan núverandi styrk gæti kaupmátturinn aukist enn frekar fram á haustið, sem væntanlega myndi hjálpa til við að landa hóflegri hækkun nafnlauna í komandi kjarasamningum undir lok árs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að kaupmáttur launa mælist nú svipaður og hann var á öðrum ársfjórðungi 2006. Hins vegar gæti þróunin næstu ársfjórðunga orðið nokkuð önnur en raunin var á sama tíma í fyrra. Frá marsmánuði 2012 fram til síðustu áramóta minnkaði kaupmáttur launa um 0,4%, enda hækkaði verðlag í landinu nokkuð meira en sem nam launaskriði. Nú er hins vegar útlit fyrir að vísitala neysluverðs lækki í apríl, og ef krónan veikist ekki verulega að nýju fyrir haustið lítur út fyrir að verðlag hækki fremur lítið fram undir vetur. Kaupmáttur gæti því aukist nokkuð til viðbótar fram eftir árinu, jafnvel þótt launaskrið reynist hóflegt. Ef sú verður raunin og verðbólguhorfur haldast þokkalega jákvæðar mun það væntanlega minnka þrýsting á verulega nafnlaunahækkun til að ná fram kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum, en núverandi samningar eru lausir í nóvemberlok á þessu ári. Hófsamir kjarasamningar myndu svo aftur bæta verðbólguhorfur til meðallangs tíma, enda skiptir launaþróun verulegu máli fyrir innlendan verðþrýsting. Ekki er þó sopið kálið fyrr en í ausuna er komið, og rétt að hafa í huga að ýmislegt getur gengið á fram að kjarasamningunum í haust, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira