Bankar og fjármálafyrirtæki aftur farin að lána fyrir hlutabréfum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 25. apríl 2013 18:50 Gylfi Magnússon. Bankar og fjármálafyrirtæki eru aftur farin að veita lán til hlutabréfakaupa. Hagfræðingur segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm og afleiðingarnar geti orðið minni útgáfa af hruninu 2008. Hlutabréfaviðskipti hafa aukist mjög að undanförnu sem má meðal annars sjá á verðbreytingum á hlutabréfum frá áramótum. Þá bendir mikil eftirspurn eftir bréfum í VÍS og TM til líflegs markaðar en tíföld umframeftirspurn var eftir bréfum í VÍS, tilboð bárust fyrir 150 milljarða en ríflega 14 milljarða hlutur var í boði. Gylfi Magnússon hagfræðingur segir að það sé mikil eftirspurn eftir öllum fjárfestingakostum. Hér sé gríðarlega mikið fé fast vegna gjaldeyrishaftanna og menn leiti ávöxtunarleiða. Fordæmi eru fyrir því að þegar mikil eftirspurn myndast hækki hlutabréfaverð umfram það sem innistæða er fyrir. „Það gerðist auðvitað í aðdraganda hrunsins en tölurnar undanfarin ár hafa ekki verið neitt í líkindum við það sem við sáum t.d 2004 til 2006 þannig að það er kannski of mikið sagt að við séum komin með einhverja hlutabréfabólu núna,“ segir Gylfi. Fjármálaeftirlitið sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem þau vöruðu við skuldsettum hlutabréfakaupum. Ekki var eitt sérstakt tilefni til þess að þau gáfu út tilkynninguna að sögn Unnar Gunnarsdóttur forstjóra FME, annað en ljóst sé að hlutabréfaverð hafi hækkað mjög mikið og þau líti á það sem sitt hlutverk gagnvart neytendum að benda þeim á þá áhættu sem fylgir slíkum viðskiptum. Gylfi segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm, þeir sem vilji fjárfesta í hlutabréfum eigi að fjárfesta með eigið fé, ekki annarra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að bankar og fjármálafyrirtæki séu farnir að lána allt að 60 til 70% af hlutabréfaverði, jafnvel hærra til góðra viðskipavina. „Það yrði þá einhver minni útgáfa af því sem gerðist hérna 2008, þar sem að ef illa fer, hlutabréfaverð lækkar hverfur eigið fé þeirra sem hafa tekið svona mikið að láni mjög hratt og lánveitendur sitja eftir með skellinn. og auðvitað vill enginn bjóða aftur upp í slíkan dans,“ segir Gylfi að lokum. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Bankar og fjármálafyrirtæki eru aftur farin að veita lán til hlutabréfakaupa. Hagfræðingur segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm og afleiðingarnar geti orðið minni útgáfa af hruninu 2008. Hlutabréfaviðskipti hafa aukist mjög að undanförnu sem má meðal annars sjá á verðbreytingum á hlutabréfum frá áramótum. Þá bendir mikil eftirspurn eftir bréfum í VÍS og TM til líflegs markaðar en tíföld umframeftirspurn var eftir bréfum í VÍS, tilboð bárust fyrir 150 milljarða en ríflega 14 milljarða hlutur var í boði. Gylfi Magnússon hagfræðingur segir að það sé mikil eftirspurn eftir öllum fjárfestingakostum. Hér sé gríðarlega mikið fé fast vegna gjaldeyrishaftanna og menn leiti ávöxtunarleiða. Fordæmi eru fyrir því að þegar mikil eftirspurn myndast hækki hlutabréfaverð umfram það sem innistæða er fyrir. „Það gerðist auðvitað í aðdraganda hrunsins en tölurnar undanfarin ár hafa ekki verið neitt í líkindum við það sem við sáum t.d 2004 til 2006 þannig að það er kannski of mikið sagt að við séum komin með einhverja hlutabréfabólu núna,“ segir Gylfi. Fjármálaeftirlitið sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem þau vöruðu við skuldsettum hlutabréfakaupum. Ekki var eitt sérstakt tilefni til þess að þau gáfu út tilkynninguna að sögn Unnar Gunnarsdóttur forstjóra FME, annað en ljóst sé að hlutabréfaverð hafi hækkað mjög mikið og þau líti á það sem sitt hlutverk gagnvart neytendum að benda þeim á þá áhættu sem fylgir slíkum viðskiptum. Gylfi segir skuldsett hlutabréfakaup alltaf áhættusöm, þeir sem vilji fjárfesta í hlutabréfum eigi að fjárfesta með eigið fé, ekki annarra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að bankar og fjármálafyrirtæki séu farnir að lána allt að 60 til 70% af hlutabréfaverði, jafnvel hærra til góðra viðskipavina. „Það yrði þá einhver minni útgáfa af því sem gerðist hérna 2008, þar sem að ef illa fer, hlutabréfaverð lækkar hverfur eigið fé þeirra sem hafa tekið svona mikið að láni mjög hratt og lánveitendur sitja eftir með skellinn. og auðvitað vill enginn bjóða aftur upp í slíkan dans,“ segir Gylfi að lokum.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun