Viðskipti innlent

Arion banki kaupir 6,6% í VÍS

Arion banki hefur keypt 6,63% hlut í VÍS. Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni rétt áðan þar sem eignarhluturinn er yfir 5% markinu.

Eins og komið hefur fram í fréttum í morgun hafa töluverð viðskipti orðið með hluti í VÍS í Kauphöllinni á fyrsta deginum sem hlutirnir voru teknir til viðskipa þar. Fyrir hádegið hækkaði verðið á hlutunum um 15% miðað við útboðið sem fram fór nýlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×