Viðskipti innlent

Bein útsending frá fundinum í Hörpu

Forsvarsmenn flokkanna svara fyrir stefnu sinna flokka um atvinnulífið á komandi kjörtímabili.
Forsvarsmenn flokkanna svara fyrir stefnu sinna flokka um atvinnulífið á komandi kjörtímabili.
Fulltrúar sex stærstu framboða, miðað við skoðanakannanir, sitja fyrir svörum á fundi VÍB og Kauphallarinnar í Silfurbergi í Hörpu í hádeginu í dag.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, opnar fundinn og Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er fundarstjóri.

Á fundinn mæta Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Smári McCarthy. Þau svara fyrir stefnu sinna flokka um atvinnulífið á komandi kjörtímabili.

Fundurinn er hluti af verkefninu Raddir atvinnulífsins sem er samstarfsverkefni VÍB og Kauphallarinnar. Tekin hafa verið viðtöl undanfarið við áhrifafólk úr íslensku viðskiptalífi og það innt eftir skoðunum varðandi umhverfi atvinnulífsins og þau atriði sem talin eru mikilvæg í uppbyggingu þess.

Fundurinn verður í umræðuformi og til þess að dýpka spurningar og umræðu verða spiluð brot úr viðtölunum. Þessi viðtalsbrot fela í sér umræðuefni eins og áhrif gjaldeyrishafta, óvissu í atvinnulífi, svigrúm til skattahækkana, hvort krónan hái íslensku atvinnulífi og stefnu framboðanna til að byggja upp sterkt atvinnulíf.

Fundurinn hefst klukkan 12. Hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Hann er einnig sýndur í beinni útsendingu á vib.is en þar er einnig hægt að nálgast myndbrot Radda atvinnulífsins.

Uppfært kl.13.15: Fundinum er nú lokið og útsendingunni sömuleiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×