Viðskipti innlent

Eignir á Íslandi eiga eftir að hækka í verði

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Huang Nubo segir að eignir á Íslandi eigi eftir að rjúka upp í verði í fyrirsjáanlegri framtíð.
Huang Nubo segir að eignir á Íslandi eigi eftir að rjúka upp í verði í fyrirsjáanlegri framtíð.
Huang Nubo segir að fjárfesting hans á Grímsstöðum hefði orðið verulega ábótasöm -- ef hún hefði gengið í gegn.

Þetta sagði Nubo í samtali við CNBC sem rifjar upp það þegar Huang Nubo, formaður helsta fjárfestingarfélags Kína, Beijing Zhongkun, bauð í Grímsstaði á Fjöllum. Nubo talar um að ólíkt flestum fjárfestingarfyrirtækjum hugsi Beijing Zhonkun fjárfestingar sínar til langs tíma. Ísland sé úr alfararleið en það er að breytast hratt, að sögn Nubo. Ísinn á Norðurpólnum sé að bráðna og eignir á Íslandi muni hækka mjög í verði í fyrirsjáanlegri framtíð eða innan tíu ára. "Þetta er eina siglingarleiðin til Evrópu," segir Nubo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×