VÍS er með flesta hluthafa Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. apríl 2013 12:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, hringir kauphallarbjöllunni við upphaf viðskipta klukkan hálftíu í gærmorgun. Fréttablaðið/Valli Opnunarverð hlutabréfa Vátryggingafélags Íslands (VÍS), þegar þau voru tekin til viðskipta í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands í gærmorgun, var 9,15 krónur á hlut, 15,1 prósenti yfir 7,95 króna útboðsgengi félagsins. Við lokun markaðar í gær hafði gengi bréfa félagsins svo hækkað enn, í 9,22 krónur á hlut, eða um 16 prósent frá útboði. Heildarupphæð viðskipta með bréf VÍS á fyrsta degi í Kauphöllinni var 1.465 milljónir króna, en alls skiptu rúmlega 166 milljónir hluta um hendur í 194 viðskiptum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði fyrir opnun markaðar í gær að fagnaðarefni væri að fá jafnglæsilegt félag á markað. Hann sagði skráningarferli félagsins allt hafa gengið afskaplega vel og kvað um leið ýmislegt markvert við skráningu VÍS í Kauphöllina. „Það fyrsta sem ástæða er til að benda á er sá mikli fjöldi sem þátt tók í útboði félagsins og ber vott um mikinn áhuga á því,“ sagði Páll og benti á að núna væri ekkert annað félag sem skráð er í kauphöll með jafnmarga hluthafa og VÍS.Boðin velkomin Páll Harðarson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir handsala skráningu VÍS á markað. Fréttablaðið/ValliÞá benti Páll á að útboð VÍS til skráningar í Kauphöllina væri með þeim stærstu sem fram hafi farið frá aldamótum. „Í samhengi hlutanna var þetta mjög stórt útboð og gekk afskaplega vel,“ sagði hann. Um leið vakti Páll athygli á þeim tímamótum sem í því fælust að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, væri nú í fyrsta konan um langt árabil sem stýrir skráðu félagi hér á landi. „Og ég er eindregið þeirrar skoðunar að meira jafnvægi í kynjahlutföllum stuðli að aukinni fagmennsku í íslensku atvinnulífi.“ Sigrún Ragna sagði skráninguna mikil tímamót fyrir félag eins og VÍS. „Útboðið gekk vel og við erum gríðarlega stolt af þessum mikla áhuga sem kom fram í útboðinu og því mikla trausti og trú sem fjárfestar hafa á framtíðahorfum og stöðu VÍS. Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að standa undir því trausti,“ sagði hún eftir að bréf félagsins voru tekin til viðskipta í gær. Arion banki hafði umsjón með skráningu VÍS í Kauphöllina og rekur viðskiptavakt með bréf félagsins, ásamt Landsbankanum. Tvær tilkynningar um eignarhlut bárust Kauphöllinni í gær. Önnur var vegna eignarhlutar Hagamels ehf., félags Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar, upp á 9,9 prósent. Hin var vegna rúmlega 6,6 prósenta eignarhlutar Arion banka. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Opnunarverð hlutabréfa Vátryggingafélags Íslands (VÍS), þegar þau voru tekin til viðskipta í Nasdaq OMX Kauphöll Íslands í gærmorgun, var 9,15 krónur á hlut, 15,1 prósenti yfir 7,95 króna útboðsgengi félagsins. Við lokun markaðar í gær hafði gengi bréfa félagsins svo hækkað enn, í 9,22 krónur á hlut, eða um 16 prósent frá útboði. Heildarupphæð viðskipta með bréf VÍS á fyrsta degi í Kauphöllinni var 1.465 milljónir króna, en alls skiptu rúmlega 166 milljónir hluta um hendur í 194 viðskiptum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði fyrir opnun markaðar í gær að fagnaðarefni væri að fá jafnglæsilegt félag á markað. Hann sagði skráningarferli félagsins allt hafa gengið afskaplega vel og kvað um leið ýmislegt markvert við skráningu VÍS í Kauphöllina. „Það fyrsta sem ástæða er til að benda á er sá mikli fjöldi sem þátt tók í útboði félagsins og ber vott um mikinn áhuga á því,“ sagði Páll og benti á að núna væri ekkert annað félag sem skráð er í kauphöll með jafnmarga hluthafa og VÍS.Boðin velkomin Páll Harðarson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir handsala skráningu VÍS á markað. Fréttablaðið/ValliÞá benti Páll á að útboð VÍS til skráningar í Kauphöllina væri með þeim stærstu sem fram hafi farið frá aldamótum. „Í samhengi hlutanna var þetta mjög stórt útboð og gekk afskaplega vel,“ sagði hann. Um leið vakti Páll athygli á þeim tímamótum sem í því fælust að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, væri nú í fyrsta konan um langt árabil sem stýrir skráðu félagi hér á landi. „Og ég er eindregið þeirrar skoðunar að meira jafnvægi í kynjahlutföllum stuðli að aukinni fagmennsku í íslensku atvinnulífi.“ Sigrún Ragna sagði skráninguna mikil tímamót fyrir félag eins og VÍS. „Útboðið gekk vel og við erum gríðarlega stolt af þessum mikla áhuga sem kom fram í útboðinu og því mikla trausti og trú sem fjárfestar hafa á framtíðahorfum og stöðu VÍS. Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að standa undir því trausti,“ sagði hún eftir að bréf félagsins voru tekin til viðskipta í gær. Arion banki hafði umsjón með skráningu VÍS í Kauphöllina og rekur viðskiptavakt með bréf félagsins, ásamt Landsbankanum. Tvær tilkynningar um eignarhlut bárust Kauphöllinni í gær. Önnur var vegna eignarhlutar Hagamels ehf., félags Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar, upp á 9,9 prósent. Hin var vegna rúmlega 6,6 prósenta eignarhlutar Arion banka.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun