Viðskipti innlent

ESA lýkur rannsókn á ríkisábyrgðum LV og OR

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag lokið rannsókn sinni á máli varðandi ríkisábyrgðir Landsvirkjunar (LV) og  Orkuveitu Reykjavíkur (OR).  Þetta er gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum ESA og settu reglur sem tryggja að ríkisábyrgðir sem fyrirtækin njóta samrýmist að fullu reglum EES-samningsins ríkisábyrgðir.

Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að orðið var við tilmælum ESA og m.a. gerðar breytingar á lögum um ríkisábyrgðir, lögum um Landsvirkjun og lögum um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveitu Reykjavíkur.

Málið má rekja til ákvörðunar ESA frá árinu 2009 í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. ESA leit svo á að umræddar ríkisábyrgðir teldust ríkisaðstoð sem væri ósamrýmanleg ákvæðum EES samningsins. Stofnunin fór því fram á að íslensk yfirvöld breyttu reglunum.

Nýjar reglur um ríkisábyrgðir vegna skuldbindinga Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur fela meðal annars í sér eftirfarandi:

Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur njóta nú góðs af ótakmarkaðri ríkisábyrgð vegna skuldbindinga sinna.

Bæði fyrirtækin greiða nú sérstakt ríkisábyrgðargjald sem samsvarar að fullu ávinningi sem í ábyrgðinni felst, í formi hagstæðari lánskjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Gjaldið er ákveðið á grundvelli mats óháðs aðila á því hvað telst hæfilegt markaðsgjald vegna ábyrgðanna.

Ríki og sveitarfélög munu aðeins gangast í ábyrgðir fyrir að hámarki 80% af heildarverðmæti skuldbindinga fyrirtækjanna. Ef svo vill til að fyrirtækin lendi í fjárhagserfiðleikum munu þau ekki eigi rétt á ríkisábyrgð vegna frekari skuldbindinga.

Engin efndaábyrgð verður veitt vegna nýrra raforkusamninga sem samþykktir verða af hálfu fyrirtækjanna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×