Viðskipti innlent

Segir uppgjör Marel vera óviðunandi

Theo Hoen er forstjóri Marel.
Theo Hoen er forstjóri Marel. Mynd/ GVA.
Greining Íslandsbanka segir að uppgjör Marel fyrir fyrsta ársfjórðung ársins verði að teljast óviðunandi fyrir stjórnendur og eigendur félagsins. Hagnaður félagsins á ársfjórðungnum var meira en helmingi lægri en á sama tímabili í fyrra.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 158 milljónum evra sem er samdráttur upp á tæplega 15% frá sama tímabili í fyrra. EBIT- framlegð félagsins var 6,5% af tekjum en var 11,4% á sama tímabili í fyrra og er því víðsfjarri markmiðum stjórnenda sem hljóða upp á að hlutfallið sé í kringum 10-12%.

Viðbrögð markaðarins í dag eru, þegar þetta er skrifað (um kl. 11.00), er lækkun verðs hlutabréfa í félaginu um 1%, sem kemur til viðbótar lækkun gærdagsins upp á 1,7%.

Staða pantanabókar félagsins hefur lækkað frá sama tímabili í fyrra og nemur lækkunin yfir 20%.

Félagið hefur breytt tekjuspá sinni með þeim hætti að nú er miðað við að velta félagsins nái einum milljarði evra á árinu 2017, en áður var stefnt að ná þessu takmarki á árinu 2015. Gróft reiknað jafngildir þetta yfir 10% vexti tekna á ári, fram til ársins 2017.

„Í ljósi þróunarinnar undanfarið má segja að hér sé um mjög metnaðarfullt markmið að ræða,“ segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×