Fleiri fréttir

Óli ráðinn viðskiptaritstjóri

Óli Kristján Ármannsson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Markaðarins í stað Björgvins Guðmundssonar, sem hefur látið af störfum.

Dow Jones féll um 1,16%

Helstu vísitölur á Wall Street hafa lækkað í vikunni sem nú líður undir lok. Ástæðan er helst rakin til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Óttast að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Um er að kenna hagnaðartöku fjárfesta auk þess sem fjárfestar eru uggandi um horfur í efnahagsmálum. Óttast er að neytendur vestanhafs muni halda að sér höndum og draga úr einkaneyslu á næstunni til þess að komast leiðar sinnar í ökutækjum þrátt fyrir síhækkandi olíuverð.

Enn ein lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féllu í kringum 4,7 prósent í nokkurri lækkun á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi einungis fjögurra félaga hækkaði lítillega og lækkaði Úrvalsvísitalan.

Þegar rignir upp í nefið

Þótt Bang & Olufsen sé þekkt fyrir vönduð hljómflutnings- og sjónvarpstæki hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi Í Bandaríkjunum.

Rauður dagur fyrir Atlantic Petroleum

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um rúm 4,6 prósent frá því viðskipti í Kauphöllinni hófust fyrir um hálftíma. Félagið er eitt þeirra sem danskur blaðamaður er sakaður um að hafa skrifað jákvæða greiningu um á sama tíma og hann keypti hluti í félaginu. Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í dag en það er í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Félag Existu kaupir skókeðju á eitt pund

Stjórnendur bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports, sem Exista á 14 prósent í, greindu frá því í gærkvöldi að þeir hefðu keypt bresku skóverslunina Qube Footwear. Kaupverð nemur litlu einu bresku pundi, jafnvirði tæpra 144 íslenskra króna.

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar.

Staðhæfingum hafnað í skýrslu

Neikvæðar horfur alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch á lánshæfi bankanna ráðast af því að landið sé ekki nógu vel undir það búið að standa af sér langvarandi áhættufælni á alþjóðamörkuðum.

Eftiráspekin er léttvæg

Stýrivextir eru óbreyttir í 15,5 prósentum, samkvæmt ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands í gær. Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa versnað, en bankastjórnin vonast engu að síður til þess að áður kynntur stýrivaxtaferill bankans kunni að halda. Litlar líkur eru því á að vextir lækki á næsta ákvörðunardegi stýrivaxta 3. júlí.

Olíutunnan yfir 135 dali

Heimsmarkaðsverð á olíu náði nýjum hæðum í dag þegar tunnan fór yfir hundrað þrjátíu og fimm Bandaríkjadali. Hér heima hækkaði N1 síðdegis verð á bensíni og dísel hjá sér um tvær krónur.

Stýrivaxtaákvörðunin rædd í lok dags

Stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands var meðal þess sem var rætt „Í lok dags" í dag. Það var Þorbjörn Atli Sveinsson, hagfræðingur hjá Greingadeild Kaupþings, sem var gestur Ingimars Karls Helgasonar.

MK One verður selt eftir gjaldþrotameðferð

Hilco, sem keypti bresku fatakeðjuna MK One af Baugi fyrir skömmu, hefur sett það í gjaldþrotameðferð. Félagið hyggst síðan selja MK One áfram eftir því sem fram kemur í Financial Times í dag.

Þrettán félög lækkuðu í dag

Þrettán félög lækkuðu í Kauphöll Íslands í dag á meðan fjögur félög hækkuðu. Mest voru viðskipti með bréf í Kaupþingi, Gltini og Landsbankanum.

Viðsnúningur hjá Booker í Bretlandi

Booker, heildsölukeðjan í Bretlandi skilaði afbragðsgóðri afkomu á síðasta fjárhagsári. Baugur Group og eignarhaldsfélagið Fons eiga um 30 prósenta hlut í Booker. Á heimasíðu fyrirtækisins er greint frá því að hagnaður hafi stóraukist í kjölfar aukinnar sölu á tímabilinu, þrátt fyrir að blikur séu á lofti í verslunargeiranum.

Myndi kannski selja Magasin fyrir 155 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, myndi kannski selja dönsku stórverslununa Magasin du Nord fyrir tíu milljarða danskra króna eða um 155 milljarða. Þetta segir hann í samtali við Vísi.

Óráð að búast við stýrivaxtalækkun í júlí

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að stýrivextir verði óbreyttir í 15,5 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir óráð að búast við því að stýrivextir verði lækkaðir á næsta ákvörðunardegi bankans í júlí.

Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi

Rökstuðningur Seðlabanka Íslands fyrir óbreyttum stýrivöxtum, 15,5%, felst fyrst og fremst í því að gengislækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins hafi leitt til meiri verðbólgu í apríl og gæti jafnvel orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl.

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst lítillega frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengið veiktist um rúm 0,3 prósent í byrjun dags en styrktist lítillega í kjölfarið og nemur veiking hennar nú 0,16 prósentum.

Vaxtaákvörðunin byggir á hröðum samdrætti í hagkerfinu

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti sýni að bankinn greini hve hratt dregur nú úr eftirspurn í hagkerfnu. Á móti líti þeir framhjá mikilli verðbólgu sem einkum er knúin af gengisfalli krónunnar.

Gengi AMR féll um 25 prósent

Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi American Airlines, umsvifamesta flugfélagi Bandaríkjanna, féll um 25 prósent á hlutabréfamarkaði í gær eftir snarpa verðhækkun á hráolíu.

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöstum óbreyttum og verða þeir því áfram 15,5 prósent um sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að bankinn færi rök fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 .

Eigendur 84% hlutafjár FL Group áfram í félaginu

Eigendur um 99% hlutafjár félagsins tóku afstöðu til kauptilboðsins í FL Group. Eigendur um 16% hlutafjár í FL Group, um 2.400 aðilar, samþykktu kauptilboðið og munu fá greitt með hlutabréfum í Glitni banka. Eigendur um 84% hlutafjár í FL Group, um 1.900 hluthafar, munu því eiga hluti sína áfram í félaginu eftir afskráningu þess.

Tæplega 1,9 milljarða kr. tap hjá Atorku

Tæplega 1,9 milljarða króna tap varð á rekstri Atorku á fyrsta ársfjórðungi ársins en Atorka er stærsti hluthafinn í Geysir Green Energy með 44% hlutafjár.

Tap Icelandair Group 1,7 milljarðar

Tap hluthafa Icelandair Group eftir fyrsta ársfjórðung nemur 1.678 milljónum króna, eða 1,68 krónum á hlut. Tapið er rúmum þriðjungi meira en í fyrra.

Eftir standa þrettán

Frá og með deginum í dag er FL Group ekki lengur með í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15 vísitalan), en í henni standa þá eftir 13 félög.

Dow Jones féll um 227 stig

Dow Jones vísitalan féll um 227 stig í dag, en lækkaði um 200 stig í gær. Þetta er þetta mesta lækkun vísitölunnar frá því í febrúar og er hún rakin til hækkunar á olíuverði og dapurlegra efnahagshorfa.

Hækkun olíuverðs gæti verið jákvæð til lengri tíma

Þótt olíuverð hækki í verði þarf það ekki að koma sér illa fyrir þjóðarbúið á Íslandi í heild sinni til langs tíma litið. Þetta sagði Auðbjörg Ólafsdóttir hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis „Í lok dags" í dag.

Sigþór Einarsson ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandair Group

Sigþór Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandair Group. Sigþór mun starfa við hlið Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra, og bera ábyrgð þeim fyrirtækjum í samstæðunni sem einkum annast alþjóðlegt leiguflug, útleigu flugvéla og flugvélaviðskipti,

Sjá næstu 50 fréttir