Viðskipti innlent

Tveir menn kærðir fyrir markaðsmisnotkun

Fjármálaeftirlitið hefur kært tvo starfsmenn fjármálafyrirtækis til ríkislögreglustjórans vegna meintrar markaðsmisnotkunar.

Málið snýst um viðskipti með skuldabréf. Sex daga í röð urðu rétt fyrir lokun markaða kaup eða kauptilboð sem véku verulega frá kauptilboðum sömu viðskiptadaga.

Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum mannanna. Nánar verður fjallað um þetta mál í Markaðsfréttum klukkan 18.18 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×