Viðskipti innlent

Þrettán félög lækkuðu í dag

Þrettán félög lækkuðu í Kauphöll Íslands í dag á meðan fjögur félög hækkuðu. Mest voru viðskipti með bréf í Kaupþingi, Gltini og Landsbankanum.

Alfesca hf hækkaði mest allra félaga eða um 1,32% og Færeyski bankinn um 0,67% og Eimskip um 0,25%.

Eik banki lækkaði mest allra félaga um 3,37% en Bakkavör lækkaði næst mest um 2,70%. Century Aluminum Company lækkaði um 2,24%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59% og stendur nú í rúmum 4,817 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×