Viðskipti innlent

Óráð að búast við stýrivaxtalækkun í júlí

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að stýrivextir verði óbreyttir í 15,5 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir óráð að búast við því að stýrivextir verði lækkaðir á næsta ákvörðunardegi bankans í júlí.

Eftir að gengi krónunnar hríð lækkaði á fyrstu þremur mánuðum ársins hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í tveimur áföngum í mars og apríl um samanlagt 1,75 prósentur. Greiningardeildir bankanna höfðu flestar spáð því að Seðlabankinn myndi ekki hækka vexti í dag og sú spá gekk eftir, stýrivextir verða óbreyttir í 15,5 prósentum.

Seðlabankinn tekur næst ákvörðun um vexti hinn 3. júlí næst komandi en seðlabankastjóri segir aðspurður óráð að búast við því að stýrivextir verði lækkaðir á þeim degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×