Viðskipti innlent

Eigendur 84% hlutafjár FL Group áfram í félaginu

Eigendur um 99% hlutafjár félagsins tóku afstöðu til kauptilboðsins í FL Group. Eigendur um 16% hlutafjár í FL Group, um 2.400 aðilar, samþykktu kauptilboðið og munu fá greitt með hlutabréfum í Glitni banka. Eigendur um 84% hlutafjár í FL Group, um 1.900 hluthafar, munu því eiga hluti sína áfram í félaginu eftir afskráningu þess.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group segir að sú staðreynd að yfir tvö þúsund hluthafar FL Group samþykktu kauptilboð í hluti sína í félaginu staðfestir það mat stjórnar að margir af smærri hluthöfum félagsins gætu séð hagsmunum sínum betur borgið með því að eiga hlutabréf í Glitni sem skráðu félagi, fremur en FL Group sem óskráðu félagi.

„Þetta gefur einnig til kynna að tilboðið hafi þótt sanngjarnt. Í þessu samhengi er vert að halda því til haga að umrætt kauptilboð er alfarið umfram skyldu félagsins og sett fram í þeim tilgangi að vernda hagsmuni smærri hluthafa. Að sama skapi er ánægjulegt að eigendur 84% af hlutafé félagsins munu áfram eiga hluti sína í FL Group og sýna með því trú sína á félaginu og framtíð þess," segir Jón Ásgeir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×