Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn tapaði 1.600 milljörðum kr.

Síðasti ársfjórðungur var sá versti í sögu norska olíusjóðsins og nam tap hans á tímabilinu 115 milljörðum nkr. eða rúmlega 1.600 milljörðum kr.

Ástæðan fyrir þessu gríðarlega tapi á fjárfestingum sjóðsins er ástandið á fjármálamörkuðum heimsins og sú niðursveifla sem þar hefur verið í gangi síðan á síðasta ári. Tap sjóðsins nemur 5,6% á fjárfestingunum og þarf að leita aftur til ársins 2001 til að finna sambærilegt tap er það nam um 5% á einum ársfjórðungi þess árs.

Tapið er þó aðeins dropi í hafið miðað við heildareignir sjóðsins en þær jukust mikið frá áramótum sökum hækkana á olíuverðinu. Eru þær rúmlega 30.000 milljarðar kr. núna og áætlanir gera ráð fyrir að í árslok muni þær nema um 35.000 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×