Viðskipti innlent

Landic Property selur Keops Development

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Fasteignafélagið Landic Property hf hefur selt Keops Development til danska fjárfestingarfélagsins Stones Invest. Keops Development er byggingarþróunardeild sem fylgdi með Fasteignafélaginu Keops A/S sem Landic Property yfirtók síðastliðið haust. Þá þegar gáfu forráðamenn Landic Property yfirlýsingu um að Keops Development yrði selt, enda samrýmdist starfsemi þess ekki hefðbundnum rekstri á fasteignafélagi. Unnið hefur verið að því síðan og samningar um söluna hafa verið undirritaðir í Danmörku.

„Því var lýst yfir þegar yfirtakan á Keops var kynnt í september 2007, að starfsemi Keops Development samræmdist ekki okkar viðskiptahugmyndum og kjarnastarfsemi fasteignafélags um að verða stærsta fasteignafélag á Norðurlöndunum. Strax við yfirtökuna á Keops var því lýst yfir að Keops Development yrði selt. Nú kemur að rekstri Keops Development öflugur fjárfestir, Stones Invest, sem við trúum að muni efla starfsemi Keops Development á komandi árum," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property, í tilkynningu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×