Viðskipti erlent

MK One verður selt eftir gjaldþrotameðferð

Verslun MK One í Huddersfield
Verslun MK One í Huddersfield

Hilco, sem keypti bresku fatakeðjuna MK One af Baugi fyrir skömmu, hefur sett það í gjaldþrotameðferð. Félagið hyggst síðan selja MK One áfram eftir því sem fram kemur í Financial Times í dag.

Blaðið ræðir við Lee Manning, sem stýrir gjaldþrotameðferðinni hjá Deloitte og hann staðfestir að verið sé að leita af kaupendum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hilco leikur þennan leik en það keypti verslanakeðjuna Allders og setti hana í gjaldþrotameðferð áður en eignir hennar voru seldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×