Viðskipti erlent

Þegar rignir upp í nefið

Óli Tynes skrifar
Bang & Olufsen vill skera sig úr fjöldanum.
Bang & Olufsen vill skera sig úr fjöldanum.

Þótt Bang & Olufsen sé þekkt fyrir vönduð hljómflutnings- og sjónvarpstæki hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi Í Bandaríkjunum. Fyritækinu hefur ekki tekist að hasla sér þar völl.

Bang & Olufsen hefur þá stefnu að hafa verslanir sínar á sérvöldum stöðum og hver verslun er sérstök fyrir innréttingar sínar og útlit.

James Cain sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku reyndi að gefa B&O ráð um markaðssetningu í heimalandi sínu.

Hann lýsti aðdáun sinni á framleiðslu fyrirtækisins en ráðlagði því að breyta dreifikerfi sínu þannig að vörunum yrði komið inn í verslanir þar sem væri mikill fjöldi af mögulegum viðskiptavinum.

Hann sagði að Bandaríkjamenn sæktu ekki lengur í sérverslanir í miðborginni. Þess í stað sæktu þeir í risamoll eða keðjur eins og Best Buy, þar sem úrvalið af allskonar vörum sé mikið.

Zean Nielsen, forstjóri Bang&Olufsen lét sér fátt um finnast; „Bang & Olufsen á að skera sig úr fjöldanum," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×