Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

MYND/GVA
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöstum óbreyttum og verða þeir því áfram 15,5 prósent um sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að bankinn færi rök fyrir ákvörðun sinni klukkan 11.

Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans höfðu spáð því að stýrivöxtunum yrði haldið óbreyttum en greining Glitnis hafði spáð 25 punkta hækkun. Það sama gerði fréttastofa Bloomberg-fréttavefjarins. Þá reiknaði Skuggabankastjórn Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, með því að vextirnir yrðu óbreyttir.

Næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti verður birt fimmtudaginn 3. júlí samhliða útgáfu Peningamála.

Næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti verður birt fimmtudaginn 3. júlí samhliða útgáfu .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×