Viðskipti erlent

Verðhækkanir á olíu virðast orðnar stjórnlausar

Verðhækkanir á olíu virðast orðnar stjórnlausar en um tíma í gærkvöldi fór heimsmarkaðsverð á tunnunni yfir 135 dollara.

Það eru áhyggjur af framboði, aukin eftirspurn og veikur dollar sem valda þessum hækkunum. Sérfræðingar segja nú að spurning sé hvort eitthvað lát verði yfir höfuð á þessum verðhækkunum og hvað sé til ráða til að stöðva þær. Það er fátt um svör.

Nú er reiknað með að spádómar um að olíuverð fari í 150 dollara tunnan í sumar verði að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×