Viðskipti innlent

Garðar Þorsteinn Guðgeirsson ráðinn til TM

Garðar Þorsteinn Guðgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestinga og viðskiptaþróunar hjá Tryggingamiðstöðinni.

Garðar mun stýra uppbyggingu nýs sviðs fjárfestinga og viðskiptaþróunar hjá félaginu, auk þess sem hann mun stýra stefnumótun dótturfélaga TM og samþáttun rekstrar þeirra við móðurfélagið.

Garðar kemur til liðs við Tryggingamiðstöðina frá McKinsey&Company í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur gegnt stöðu ráðgjafa frá byrjun árs 2007.

Garðar starfaði áður hjá Íslensku verkfræðistofunni, auk þess sem hann var einn stofnenda Baggalúts efh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×