Viðskipti erlent

Gosstríð í uppsiglingu milli Carlsberg og Royal Unibrew

Viðskiptablaðið Börsen greinir frá því í dag að gosstríð sé í uppsiglingu milli Carlsberg og Royal Unibrew í Danmörku. FL Group er stór hluthafi í Royal Unibrew sem m.a. framleiðir Ceres bjórinn.

Helstu gosdrykkir Royal Unibrew á danska markaðinum eru Faxe Kondi og Pepsi og í næstu viku setur fyrirtækið á markað þessa gosdrykki í 20% stærri umbúðum en áður en verðið helst óbreytt.

Börsen segir að forráðamenn Carlsberg hafi vitað af áformum Royal Unibrew í nokkurn tíma, Hinsvegar óttast Carlsberg-stjórarnir pólitískar afleiðingar þess að setja gosdrykki í stærri umbúðum á markaðinn. Það gæti aukið offituvandamál hjá ungu fólki í Danmörku.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×