Viðskipti innlent

Óli ráðinn viðskiptaritstjóri

Óli Kristján Ármannsson
Óli Kristján Ármannsson Fréttablaðið/Anton
Óli Kristján Ármannsson hefur verið ráðinn viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Markaðarins í stað Björgvins Guðmundssonar, sem hefur látið af störfum.

Óli Kristján hefur verið blaðamaður og staðgengill ritstjóra á Markaðinum frá árinu 2006. Hann hóf störf á Fréttablaðinu haustið 2001 en söðlaði um og tók að sér ritstjórn tímaritsins Tölvuheims árið 2002. Hann sneri aftur til Fréttablaðsins 2004 í innlenda fréttadeild þar sem hann sinnti meðal annars vaktstjórn áður en hann fór til starfa á Markaðinum. Óli Kristján er fæddur 1971. Viðskiptaritstjóri við hlið hans er Björn Ingi Hrafnsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×