Viðskipti innlent

Tæplega 1,9 milljarða kr. tap hjá Atorku

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku

Tæplega 1,9 milljarða króna tap varð á rekstri Atorku á fyrsta ársfjórðungi ársins en Atorka er stærsti hluthafinn í Geysir Green Energy með 44% hlutafjár.

Í tilkynningu um afkomuna segir að tapið megi að stærstum hluta rekja til gengisfalls krónunnar. Magnús Jónsson forstjóri Atorku segir að afkoman fyrstu þrjá mánuði ársins sé ásættanleg við krefjandi markaðsaðstæður. Og hækkandi olíuverð feli í sér tækifæri til mikillar verðmætasköpunar í endurnýtanlegum orkugjöfum.

Fyrrgreint tap á við um reikning móðurfélagsins. Hvað varðar samstæðureikninginn varðar nam tapið eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 7 milljörðum króna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×