Viðskipti innlent

Bjössi í World Class tapaði dómsmáli í Danmörku - Greiðir 64 milljónir í skaðabætur

Andri Ólafsson skrifar
Björn Leifsson
Björn Leifsson

Björn Leifsson, sem kenndur er við World Class, og viðskiptafélagar hans í Danmörku greiddu í gær fyrrverandi eiganda dönsku líkamsræktarkeðjunnar Equinox um 64 milljónir íslenksra króna í skaðabætur.

Ástæðan er sú að þegar Björn og félagar keyptu Equinox-keðjuna síðasta sumar var gerður samningur við eigandann um að hann myndi áfram sinna ráðgjafastörfum fyrir nýju eigendurna.

Björn Leifsson sagði við Vísi í dag að þegar á reyndi hafi komið í ljós að ekki hafi verið vilji til þess að hafa manninn áfram sem ráðgjafa og var samningnum þess efnis því rift. „Hann taldi sig þá eiga eitthvað inni hjá okkur og danskir dómstólar voru honum greinilega að einhverju leyti sammála," segir Björn.

Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Skaðbæturnar, 4,2 milljónir danskra króna, eða um 64 milljónir íslenskra voru svo greiddar í gær.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×