Viðskipti innlent

Lítil áhætta í óbreyttum stýrivöxtum þrátt fyrir háa verðbólgu

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að þótt verðbólgan sé afar há í augnablikinu sé lítil áhætta fólgin í því að halda stýrivöxtum óbreyttum eins og Seðlabankinn hefur ákveðið.

Edda Rós segir að bankarnir hafi dregið verulega úr útlánum sínum og það aðhald ásamt öðrum þáttum eins og t.d. lækkandi fasteignaverði sé að hafa áhrif.

"Þótt verðbólgan mælist í 13% núna tel ég áð ef við horfum til næstu tólf mánaða verði hún komin niður í 4,5% ef svo heldur sem horfir," segir Edda Rós. "Það er í spilunum núna að þegar verðbólgan fer að lækka muni sú lækkun líkjast rússibanaferð niður á við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×