Viðskipti innlent

Vaxtaákvörðunin byggir á hröðum samdrætti í hagkerfinu

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Glitnis segir að ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti sýni að bankinn greini hve hratt dregur nú úr eftirspurn í hagkerfnu. Á móti líti þeir framhjá mikilli verðbólgu sem einkum er knúin af gengislækkun krónunnar.

"Við sjáum samdráttinn í fjárfestingum, neyslu, íbúðaverðinu og innflutningi á bifreiðum svo dæmi séu tekin," segir Ingólfur. "Í ljós þessa er eðlilegt að halda stýrivöxtunum óbreyttum nú."

Ingólfur segir að gengislækkunin hafi komið mun hraðar fram í verðbólgunni en menn áttu von á. En þegar það er að baki mun verðbólgan minnka á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×