Viðskipti innlent

Myndi kannski selja Magasin fyrir 155 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, myndi kannski selja dönsku stórverslununa Magasin du Nord fyrir tíu milljarða danskra króna eða um 155 milljarða. Þetta segir hann í samtali við Vísi.

Danska blaðið Berlingske Tidende hafði eftir Jóni Ásgeiri í frétt í gær að ekki væri öruggt að Magasin du Nord og Illum yrðu í eignasafni Baugs í framtíðinni. Aðspurður um þessi orð sagði Jón Ásgeir við Vísi að það væri ekkert á döfunni að selja Magasin du Nord. "Ef ég fengi tilboð í Magasin upp á 10 milljarða danskar krónur (155 milljarða íslenskar krónur) þá myndi ég kannski taka tilboðinu. Líklegast er þó að ég myndi hugsa mig um í fimm mínútur og segja síðan nei," segir Jón Ásgeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×