Viðskipti innlent

Sigþór Einarsson ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandair Group

Sigþór Einarsson.
Sigþór Einarsson.
Sigþór Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandair Group.

Sigþór mun starfa við hlið Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra, og bera

ábyrgð þeim fyrirtækjum í samstæðunni sem einkum annast alþjóðlegt

leiguflug, útleigu flugvéla og flugvélaviðskipti, en það eru fyrirtækin

Loftleiðir-Icelandic, Bluebird Cargo, Icelease, Latcharter í Lettlandi,

Travel Service í Tékklandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair Group.

Sigþór hóf störf hjá Icelandair Group í apríl 1996 og vann þá að stefnumótun og áætlanagerð. Hann var ráðinn forstöðumaður rekstrarstýringarsviðs í maí 1999. Sigþór var ráðinn

framkvæmdastjóri Loftleiðir-Icelandic við stofnun þess í janúar 2002 og svo framkvæmdastjóri þróunar og stefnumótunar hjá Icelandair Group í mars 2006.

Sigþór er með M.Sc. próf í iðnaðarverkfræði og stjórnun (Diplom

Wirtschaftsingeneur) frá Darmstadt háskóla, Þýskalandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×