Viðskipti innlent

Tap Icelandair Group 1,7 milljarðar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
tölvugerð Dreamliner þota Einhver bið verður á því að nýju Dreamliner þotur Boeing sjáist í Icelandair Group litunum.
tölvugerð Dreamliner þota Einhver bið verður á því að nýju Dreamliner þotur Boeing sjáist í Icelandair Group litunum. Mynd/Boeing
Tap hluthafa Icelandair Group eftir fyrsta ársfjórðung nemur 1.678 milljónum króna, eða 1,68 krónum á hlut. Tapið er rúmum þriðjungi meira en í fyrra.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri félagsins segir niðustöðuna þó nokkru betri en ráð hafi verið fyrir gert. Hann bendir á að eldsneytiskostnaður hafi aukist um tæpan milljarð króna frá fyrsta fjórðungi. Þá hafi í fyrra verið bókfærður hagnaður upp á 1,2 milljarða vegna eignasölu.

EBITDAR er afkomumælikvarði sem gjarnan er notaður í flugrekstri, en hann stendur fyrir rektrarhagnað fyrir afskriftir og leigu, en hún er undanskilin vegna hás hlutfalls eignarhaldskostnaðar í slíkum rekstri. EBITDAR Icelandair Group var 705 milljónir á fyrsta fjórðungi, en var einn milljarður á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu félagsins að samið hafi verið um útleigu á fyrstu Boeing 787 Dreamliner þotunni sem félagið er með í pöntun til Air Niugini, þjóðarflugfélags Papúa Nýju-Gíneu. Afhending á vélinni frestast frá 2010 vegna tafa hjá Boeing til ársins 2012.

„Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýtingu á þeim fjórum Boeing 787 þotum sem Icelandair Group, þar með talið Travel Service, á til viðbótar í pöntun og eiga að afhendast á árunum 2012 til 2015, en ljóst er að flugvél þessarar gerðar verður ekki tekin inn í rekstur Icelandair fyrr en í fysta lagi árið 2014,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×