Viðskipti innlent

Nyhedsavisen spáð sigri í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Frá ritstjórn Nyhedsavisen.
Frá ritstjórn Nyhedsavisen. MYND/Alda Lóa

Framkvæmdastjóri Samtaka danskra auglýsenda telur að Nyhedsavisen muni vinna slaginn á fríblaðamarkaðinum í Danmörku.

Það var hið íslenska Dagsbrún media sem setti Nyhedsavisen á fót. Það leiddi til þess að risarnir á dönskum blaðamarkaði JP/Politiken stofnaði keppinautinn 24timer.

Þriðja fríblaðið á markaðinum MetroXpress hefur nú keypt 24timer af Politiken. Otto B. Christiansen er ekkert hissa á þeim viðskiptum.

Hann segir að hann hafi fyrir löngu komist á þá skoðun að það myndi ekki nema eitt fríblað lifa, og það hefði verið alveg ljóst að það yrði ekki 24timer.

Hann er þeirrar skoðunar að blaðið muni leggja upp laupana innan sex mánaða.

Christiansen spáir því að Nyhedsavisen muni brátt verða eitt um fríblaðamarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×