Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2025 20:07 Buffett sagði börnin sín þau einu sem vissu af ákvörðun hans að stíga til hliðar við lok árs. Vísir/AP Warren Buffett hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri fyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, við lok þessa árs. Buffett tilkynnti á ársfundi fyrirtækisins að Greg Abel myndi taka við af honum. Buffett er fjórði ríkasti maður heims. „Ég held að það sé tímabært að Greg verði forstjóri fyrirtækisins,“ sagði Buffet á fundinum en hann er sjálfur orðinn 94 ára gamall. Hann sagði á fundinum börnin sín þau einu sem hafi vitað af því að hann ætlaði að hætta. Abel sjálfur virtist á fundinum ekki vita af því að hann ætti að taka við. Í frétt BBC um málið kemur fram að Buffett sé ein afkastamesti og árangursríkasti fjárfestir í heimi. Hann byggði fyrirtækið sjálfur upp og er áætlað að það sé virði um 870 milljarða breskra punda. Í fréttinni segir jafnframt að Buffett hafi handvalið Abel sem arftaka sinn fyrir fjórum árum en ekki gefið neitt upp um það á þeim tíma hvenær hann myndi hætta. Berkshire Hathaway á um sextíu fyrirtæki eins og tryggingafyrirtækið Geico, Duracell batterí og veitingahúsakeðjuna Dairy Queen. Þá á fyrirtækið einnig hlut í Apple, Coca Cola, Bank of America, American Express og fleiri fyrirtækjum. Buffett var í síðasta mánuði á vef Bloomberg sagður fjórði ríkasti maður heims og er virði hans talið nema 154 milljörðum Bandaríkjadala. Hann hefur síðustu ár gefið milljarða í góðgerðatarf. Hann þénaði fyrst pening sex ára gamall, keypti sín fyrstu hlutabréf ellefu ára gamall og skilaði fyrsta skattframtalinu sínu 13 ára gamall. Þrátt fyrir að vera einn ríkasti maður heims hefur Buffett búið í sama húsinu í Omaha í meira en 65 ár. Tilkynningin kemur stuttu eftir að Buffett gagnrýndi tollaákvarðanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Buffett sagði að Bandaríkin ættu ekki að nota „viðskipti sem vopn“. Bandaríkin Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Ég held að það sé tímabært að Greg verði forstjóri fyrirtækisins,“ sagði Buffet á fundinum en hann er sjálfur orðinn 94 ára gamall. Hann sagði á fundinum börnin sín þau einu sem hafi vitað af því að hann ætlaði að hætta. Abel sjálfur virtist á fundinum ekki vita af því að hann ætti að taka við. Í frétt BBC um málið kemur fram að Buffett sé ein afkastamesti og árangursríkasti fjárfestir í heimi. Hann byggði fyrirtækið sjálfur upp og er áætlað að það sé virði um 870 milljarða breskra punda. Í fréttinni segir jafnframt að Buffett hafi handvalið Abel sem arftaka sinn fyrir fjórum árum en ekki gefið neitt upp um það á þeim tíma hvenær hann myndi hætta. Berkshire Hathaway á um sextíu fyrirtæki eins og tryggingafyrirtækið Geico, Duracell batterí og veitingahúsakeðjuna Dairy Queen. Þá á fyrirtækið einnig hlut í Apple, Coca Cola, Bank of America, American Express og fleiri fyrirtækjum. Buffett var í síðasta mánuði á vef Bloomberg sagður fjórði ríkasti maður heims og er virði hans talið nema 154 milljörðum Bandaríkjadala. Hann hefur síðustu ár gefið milljarða í góðgerðatarf. Hann þénaði fyrst pening sex ára gamall, keypti sín fyrstu hlutabréf ellefu ára gamall og skilaði fyrsta skattframtalinu sínu 13 ára gamall. Þrátt fyrir að vera einn ríkasti maður heims hefur Buffett búið í sama húsinu í Omaha í meira en 65 ár. Tilkynningin kemur stuttu eftir að Buffett gagnrýndi tollaákvarðanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Buffett sagði að Bandaríkin ættu ekki að nota „viðskipti sem vopn“.
Bandaríkin Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira