Fleiri fréttir

Olíuverð aldrei hærra

Heimsmarksaðsverð á hráolíu fór í rúma 130 dali á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Væntingar um að ekki verði unnt verði að svara eftirspurn og veiking bandaríkjadals á stærsta þátt í því að verðmúrinn var rofinn.

Segir starfskjör Lárusar Welding eðlileg

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma.

Bollywood fjárfestir grimmt í Hollywood

Fyrirtækið Reliance Big Entertainment hefur gert samninga við átta kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Reliance er risi í indverskri kvikmyndagrð, oft kölluð Bollywood, en það er í eigu Anil Ambani sjötta ríkasta manns heims.

24timer og MetroXpress í eina sæng

Ákveðið hefur verið að sameina dönsku fríblöðin 24timer og MetroXpress sem hafa verið keppinautar Nyhedsavisen á danska fríblaðamarkaðinum. Fyrirtækið MetroXpress A/S yfirtekur 24timer sem var áður í eigu danska blaðsins Jyllands Posten.

Moody staðfestir lánshæfismat Kaupþings

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Kaupþings banka sem A1, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem P-1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C-. Horfur eru stöðugar.

Snarpur viðsnúningur á markaðnum

Þróunin á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni tók óvænta stefnu til baka eftir hækkun í byrjun dags. Sömu sögu er að segja um gengi krónunnar.

Landsbankinn leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum tók sprettinn og leiddi hækkun í Kauphöll Íslands í byrjun dags. Gengið hækkaði um 1,5 prósent. Á eftir fylgdu Alfesca, sem hækkaði um 0,9 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 0,8 prósent, Exista, Glitnir, Straumur, færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum og Kaupþing.

Góður hagnaður hjá Reykjanesbæ í fyrra

Reykjanesbær skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er töluvert umfram áætlanir sem gerðu ráð fyrir rúmlega 2 milljarða kr. hagnaði.

Kaupþing og Landsbankinn spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans spá því báðar að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á morgun. Greining Glitnis hefur áður spáð hækkun upp á 0,25% eða 25 púnkta.

Moody staðfestir mat sitt á Glitni

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti í gær lánshæfismat Glitnis á sama tíma og það lækkaði lánshæfismatseinkunn ríkissjóðs.

Möguleiki á að Magasin du Nord og Illum verði selt

Greint er frá viðtali Börsen við Gunnar Sigurðsson forstjóra Baugs Group á öllum viðskiptasíðum dönsku blaðanna í dag. Í Berlinske Tidende er ennfremur sagt að Baugur hafi opnað fyrir þann möguleika að selja Magasin du Nord og Illum, tvær þekktustu eignir félagsins í Kaupmannahöfn.

Fengu sér ís í tilefni af kaupum Íslendinga

Starfsmenn Stork Food Systems gerðu sér glaðan dag. Haldið var upp á nýtt eignarhald matvælavinnsluvélaframleiðandans Stork Food Systems með allsérstökum hætti á dögunum. Fyrirtækið leigði ísbíl sérstaklega í tilefni af því að Íslendingar hefðu fest á því kaup og starfsmenn þess afgreiddu daglangt ís til kollega sinna.

Afþreying á vinnustað

Magnús Ragnarsson hjá Latabæ, Jón Hörðdal hjá CCP og Sigurjón Þórðarson hjá Capacent eru sammála um að hægt sé auka starfsánægjuna á vinnustaðnum með skipulagðri afþreyingarstarfsemi.

Kostnaðarsamt að kasta til höndum

Hægt er að spara umtalsverða fjármuni með bættu verklagi og áætlanagerð, segir Þórður Víkingur Friðgeirsson, aðjúnkt við HR.

Bankahólfið. LL styrkja rannsóknir

Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi.

Óopinber sendiherra landsins í Svíþjóð

Anders Fällman, forstjóri sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Invik, kom með fjölskylduna hingað í leyfi síðasta sumar áður en hann gerði upp við sig hvort hann vildi starfa áfram hjá félaginu eftir yfirtöku Milestone á því.

Fundur settur í skuggabankastjórn ...

Ekki er ástæða til að hækka vexti og stutt er í að hratt lækkunarferli geti hafist, þar sem hætta sýnist á ofkólnun hagkerfisins.

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs lækkuð

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um eitt þrep í Aa1 úr Aaa og hefur einnig lækkað landsmat (e. country ceiling) á bankainnstæður í erlendri mynt í Aa1 úr Aaa.

FL Group hækkaði mest í Kauphöllinni

FL Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinn í dag eða um 1,38%. Icelandair Group hf. Hækkaði um 0,48% og Marel um 0,42%. Exista lækkaði mest allra félaga um 3,11%.

Iceland Express hagræðir í stað þess að hækka verð

„Þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað um tæp 50 prósent á einu ári og verð á þjónustu hafi hækkað um 15 til 20 prósent á sama tíma hefur Iceland Express ekki hækkað verð á flugi til og frá Evrópu í sumar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Olíuhækkunin gerir það þó að verkum að fyrirtækið þarf að grípa til hagræðingaraðgerða og því var ákveðið að sameina flug.

Orkuveitan tapaði rúmum 17 milljörðum

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 17,2 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið til Kauphallar Íslands.

Northern Rock að braggast

Breski bankinn Northern Rock ætlar að endurgreiða Englandsbanka sjö milljarða sterlingspunda af skuld sinni á þessu ári.

Skuldatryggingaálag bankana heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag á íslensku bankana og ríkissjóð hefur lækkað talsvert í kjölfar þeirra fregna að Seðlabankinn hefur með gjaldeyrisskiptasamningum við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur tryggt sér aðgengi að 1,5 milljörðum evra.

Rauður morgun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni eftir ágætar hækkanir frá því fyrir helgina. Vísitalan stendur nú í 4.889 stigum.

Gengið veikist aðeins á ný

Gengi krónunnar hefur veikst aðeins í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,31% og stendur nú í tæpum 149 stigum.

Gylfi Sigfússon ráðinn forstjóri Eimskips

Gylfi Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Gylfi hefur sinnt ýmsum störfum innan Eimskips og tengdra félaga og hefur í 18 ár starfað hjá fyrirtækjum í flutningatengdum rekstri.

Illugi gestur Ingimars

Illugi Gunnarsson, alþingismaður, var gestur Ingimars Karls Helgasonar í Lok dags á Vísi í dag. Þar ræddu þeir ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, stöðu krónunnar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim málum.

Krónan styrkist enn

Krónan styrktist í dag eins og margir höfðu spáð og stendur vísitalan í 147,5 stigum og styrktist gjaldmiðillinn um 1,01 prósent. Bandaríkjadalur kostar í dag 73,7 krónur og evran stendur í 114,45 krónum.

Bakkabræður rjúka upp

Gengi hlutabréfa í Existu tók stökkið á grænum degi í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 5,7 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um tæp 5,6 prósent. Gengi bréfa í báðum félögum lækkaði mjög hratt í síðustu viku. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru stærstu hluthafar í báðum félögunum.

Magnús hættir í varastjórn Icelandic Group

Stjórn Icelandic Group hf. hefur borist tilkynning frá Magnúsi Þorsteinssyni, þess efnis að hann hafi ákveðið að draga sig úr varastjórn félagsins frá og með deginum í dag.

Kreppan bitnar á rafbyssuframleiðanda

Versnandi horfur á fjármálamörkuðum hafa áhrif á fleiri en fjármálafyrirtæki því útlit er fyrir minnkandi sölu hjá stærsta rafbyssuframleiðanda heims, Taser International.

Olíutunnan í 126 dollara eftir methæðir

Verð á olíutunnu fór undir 126 dollara í Asíu í dag eftir að tunnan hafði náð methæðum í síðustu viku, þrátt fyrir að Saudí Arabía hefði ákveðið að auka framleiðslu sína um 300 þúsund tunnur á dag.

Sjá næstu 50 fréttir