Fleiri fréttir

Stofutónleikar í stórborginni

Hljómsveitirnar Amiina og Bloodgroup ásamt tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Ólöfu Arnalds verða á meðal þeirra sem koma fram á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur frá föstudegi til sunnudags.

Ensími spilar Kafbátamúsík

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Nasa 11. júní. Í tónleikaröðinni koma fram þekktar íslenskar hljómsveitir og flytja sígildar eigin hljómplötur í heild sinni. Hljómsveitin Ensími ríður á vaðið og leikur lög af plötunni Kafbáta­músík sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998. Platan hlaut gríðarlega góðar viðtökur þegar hún kom út og fékk Ensími tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is.

Twilight í fjórða sinn

Fjórða vampírumyndin í Twilight-seríunni er í bígerð og verður hún byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Þetta staðfesti leikarinn Robert Pattinson á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tökum á annarri myndinni, New Moon, er að ljúka um þessar mundir á Ítalíu og tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-myndin naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldsmyndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards, sem Pattinson leikur.

Spilar á þaki í Washington

„Mér finnst þetta ferlega spennandi," segir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem spilar með djasskvartett sínum á þaki sænska sendiráðsins í Washington DC á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Tónleikarnir eru hluti af norrænni djasshátíð sem verður haldin í Washington og munu fleiri hljómsveitir spila uppi á þakinu. „Þetta er svolítið óvenjulegt," viðurkennir Sunna, sem ætlar að spila í klukkutíma með hljómsveit sinni.

Atli semur tónlist við svarta dauða

Enn heldur Atli Örvarsson, tónskáldið í Los Angeles, áfram að bæta á sig blómum. Nú hefur verið tilkynnt að hann semji tónlistina við nýjustu kvikmynd bandaríska stórleikarans Nicolas Cage, Season of the Witch. Auk hans er Íslandsvinurinn Ron Perlman í stóru hlutverki og hin unga Claire Foy en ráðgert er að myndin verði frumsýnd 2010.

Fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi ritar endurminningar sínar

Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska og fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi, hyggst gefa út endurminningar sínar í bók. Samkvæmt upplýsingum frá kosningastjórn hennar valdi hún Lynn Vincent, rithöfund úr röðum íhaldsmanna til að skrifa bókina.

Fimm Rússar létu sjá sig í Officera klúbbnum

Icelandair Technical Services á Keflavíkurvelli, dótturfyrirtæki Icelandair, hélt vorfagnað fyrirtækisins í Officera klúbbnum í gær. Brugðið var á leik og grillað og slegið á létta strengi sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað að meðal gesta ITS á vorfagnaðinum voru 5 Rússar.

Kris Allen vann American Idol

Hinn 23 ára gamli Kris Allen bar sigur úr býtum í áttundu American Idol-keppninni sem lauk í nótt. Allen atti kappi við Adam Lambert í úrslitaþættinum sem var sýndur beint á Stöð 2.

Geislandi fegurð á ströndinni

Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway annað kvöld en keppendurnir brugðu á leik í sólinni í Nauthólsvík í gær – ólíkt föngulegri hópur en þeir sem stundum sjást þar leggja stund á sjóböð.

Hilton ræður Geldof í vinnu

Paris Hilton og Peaches Geldof, dóttir Bobs Geldoff, hafa lagt til hliðar deilur sem þær stóðu í. Sú fyrrnefnda hefur núna ráðið þá síðarnefndu í fyrirsætustörf. Fyrr í mánuðinum hefur Peaches sagt að Paris væri feit og líktist klæðskiptingi. En þær eru núna staddar á kvikmyndahátíð í Cannes og fer vel á með þeim að sögn viðstaddra.

Úrslitin í American Idol ráðast í kvöld

IDOL-AÐDÁENDUR um heim eru með öndina í hálsinum í dag en í kvöld liggur fyrir hver sigrar American Idol - Adam Lambert og Khris Allen. Stöð 2 sýnir beint frá úrslitasþættinum og hefst beina útsendingin á miðnætti. Á undan verður flutningur tvímenninganna frá því í gær sýndur í heild sinni en þar sungu þeir þrjú lög hver. Einn gamlar sálarstandard, eitt af þeim lögum sem þeir sungu áður í keppninni og telst til hápunkta þeirra og svo frumsamið Idol-lag „No Boundaries" sem Idol-dómarinn Kara DioGuardi er meðhöfundur að. Adam tók gamla sálarstandard Otis Redding „A Change is Gonna Come", endurtók listilegan flutning sinn á gamla Tears For Fears-laginu „Mad World" á meðan Khris tók Marvin Gaye klassíkina „What's Going On" og Bill Withers-standardinn „Ain't No Sunshine".

Bongóblíða á Listahátíð - myndir

Sýningarnar Frá Unuhúsi til Áttunda strætis og Íslensk hönnun 2009 voru opnaðar á Kjarvalsstöðum föstudaginn 15. maí á sama tíma og Listahátíð í Reykjavík var sett. Fjöldi manns mætti og naut menningar, lista, skemmtiatriða, veitinga og veðurblíðunnar. „Þetta var auðvitað setning Listahátíðar þegar sýningin var opnuð og því mjög mikill fjöldi sem kom þarna," segir Hrafnhildur Schram sýningarstjóri sýningarinnar Frá Unuhúsi til Áttunda strætis aðspurð um opnunina.

Idol úrslit 2009 - myndir

Það var hin 21 árs gamla Hrafna frá Djúpavogi sem hlaut sigur úr bítum með rúmlega 60% atkvæða og er Idol stjarna Íslands 2009. Hátt í 70.000 atkvæði bárust í símakosningunni.

Jóhanna og Rybak syngja hugsanlega saman - myndband

María Björk Sverrisdóttir umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur upplýsti í þættinum Ísland í dag í gær að hugsanlega færi Jóhanna á tónleikaferðalag með hinum Hvít-Rússneska norðmanni Alexander Rybak. Líkt og alþjóð veit lentu þau í tveimur efstu sætunum í Eurovision sem fram fór um síðustu helgi. Plata Jóhönnu kemur út á norðulöndunum á næstu vikum.

„Það er gaman að vera Íslendingur" - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar fjöldi fólks hyllti Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur sem söng lagið Is It True? með dyggum stuðningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, Friðriks Ómars Hjörleifssonar og Ernu Hrannar Ólafsdóttur í bakröddum í Moskvu. Vísir hafði samband við Heru Björk og spurði út í móttökurnar, Moskvu og hvort hún væri nokkuð svekt að hafa ekki fengið að syngja fyrir Danmörku í ár.

Spilar í sjö Evrópulöndum

Hljómsveitin For a Minor Reflection er á leiðinni í sína stærstu tónleikaferð til þessa. Spilað verður á tuttugu tónleikum í sjö Evrópulöndum á tæpum mánuði.

Óvænt endurkoma The Libertines

Þrír af fjórir meðlimum bresku rokksveitarinnar The Libertines stigu saman á svið á föstudagskvöldið. Breska tónlistartímaritið NME greinir frá því að Pete Doherty, Carl Barat og Gary Powell hafi, flestum að óvörum, stigið á svið á Rhythm Factory í London og spilað sjö lög. Þetta eru fyrstu tónleikar The Libertines síðan 2004 þegar sveitin hætti.

Kalli Olgeirs flýr kreppuna til Svíþjóðar

„Ég er að flýja land, segi það bara án þess að blikna, og það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ segir píanóleikarinn og lagahöfundurinn Karl Olgeirsson. Hann flýr til Svíþjóðar ásamt konu og tveimur börnum, ætlar að koma sér fyrir í Lundi og einbeita sér að tónsmíðum. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu, það er meiri vinna þarna úti og svo er stemningin hérna heima ekkert æðisleg,“ útskýrir Karl.

Sveppasýking komin á kreik

„Nafnið, já, það er kannski svolítið groddaralegt en þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér og mér fannst það fyndið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, grínisti með meiru.

Hrekktu Sveppa og Audda

Útvarpsmennirnir Styrmir Jónasson og Hrólfur Sturla Rúnarsson, sem stjórna þættinum Upp í loft á Útvarpi Sögu, hafa fengið sig fullsadda af endalausum hrekkjum Sveppa og Audda í gegnum árin. Brugðu þeir á það ráð að láta þá sjálfa finna til tevatnsins með útvarpshrekkjum í beinni útsendingu. Fyrst hrekktu þeir Audda með aðstoð handboltakappans Loga Geirssonar og í síðasta þætti á föstudaginn var röðin komin að Sveppa.

Hannibal snýr aftur

Einhver fágaðasta mannæta seinni tíma, Hannibal Lecter, mun væntanlega snúa aftur á hvíta tjaldið. Sir Anthony Hopkins og Sir Ridley Scott eru nú að vinna að því að endurvekja þetta skrímsli sem hafði þó svo fínan smekk á bæði vínum og fallegri tónlist. Hannibal Lecter birtist fyrst í Manhunter þar sem Brian Cox lék hann en raðmorðinginn varð fyrst frægur þegar Hopkins túlkaði hann í frægri kvikmynd Jonathans Demne, Lömbin þagna, árið 1991 og fékk hárin til að rísa á hnökkum kvikmyndahúsagesta.

Flottur pakki

Í ár eru liðin 40 ár síðan hljómsveitin Trúbrot steig fyrst á svið og af því tilefni hefur öllum fjórum plötum sveitarinnar verið safnað saman í viðhafnarútgáfu. Með öskjunni sem hýsir plöturnar fjórar fylgir 52 blaðsíðna bók sem rekur sögu Trúbrots í máli og myndum.

Ólafía Hrönn verður miðill

„Við byrjum tökur í júlí og ef allt gengur samkvæmt áætlun er ráðgert að þeim ljúki í ágúst,“ segir Grímur Hákonarson. Hann er að fara að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir mikla velgengni á stuttmyndasviðinu. Nægir þar að nefna Slavek the Shit og Bræðrabyltu sem báðar hafa hlotið fjölmörg verðlaun á alþjóðlegum hátíðum. Það er kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks, Blue Eyes, sem framleiðir myndina en einvalalið tæknifólks kemur að gerð hennar: Ari Kristinsson verður á bak við tökuvélina og Linda Stefánsdóttir sér um leikmyndahönnunina.

Federline vill komast í form

Kevin Federline hefur nánast ekkert komist í fréttir eftir að fyrrverandi eiginkonan náði sæmilegri geðheilsu. Nú eru bandarískir fjölmiðlar hins vegar farnir að veita honum meiri athygli þótt fréttaefnið sé Federline ekki að skapi. Því dansarinn er í stað K-Fed kallaður Feiti-Fed. Hann er sagður hafa bætt á sig 25 kílóum síðan hann og Britney skildu árið 2006.

Ramsay fékk óvæntan gest

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og hefur gefið af sér þá ímynd að ekkert komi honum úr jafnvægi. Nema kannski brjálaðir lundar á Íslandi og steikt hjörtu. Og hjákona á tökustað. Já, eins og kom fram í heimspressunni stóð hjónaband kokksins ansi tæpt þegar breskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði átt í ástarsambandi við Söruh Symonds. Ramsey vísaði því á bug og sagðist aldrei hafa stigið í vænginn við neina konu nema frúna.

Jordan ástfangin af öðrum manni

Breska fyrirsætan Jordan lýsti því yfir tveimur mánuðum fyrir skilnað sinn við Peter Andre að hún væri ástfangin af öðrum manni. Jordan, sem heitir réttu nafni Katie Price, opnaði hjarta sitt á bar og henti meðal annars frá sér giftingarhring sínum. „Katie sagðist vilja þennan nýja mann en hún vildi líka halda í fjölskyldulíf sitt með Peter Andre. Hún sagði að börnin sín væru sér mikils virði en hún væri ekki ástfangin af Peter,“ segir Mona Lewis, þátttakandi í sjónvarpsþáttunum Apprentice, sem sat undir yfirlýsingum Jordan.

Danger Mouse hættir við plötu

Upptökustjórinn Danger Mouse er hættur við að gefa út plötuna Dark Night of the Soul eftir deilur við útgáfufyrirtæki sitt. Danger Mouse, sem heitir réttu nafni Brian Burton, fékk í lið með sér rokkarana Sparklehorse og Íslandsvininn David Lynch til að gera þrettán laga plötu. Auk þess hjálpuðu nokkrir þekktir músíkantar til við verkefnið; þeir Iggy Pop, Julian Casablancas úr The Strokes og meðlimir The Flaming Lips og Pixies. Plötunni átti að fylgja myndabók sem David Lynch gerði.

Fyrirgefur morðingja móður sinnar

Söngkonan Jennifer Hudson segist fyrirgefa William Balfour sem myrti móður hennar, bróðir og frænda. Morðin áttu sér stað á heimili þeirra á heimili móður hennar í október á síðasta ári.

Bretar sáttir við framlag sitt til Evróvisjón

Bretar eru stoltir af framlagi sínu í Evróvisjón keppninni enda hefur þjóðin ekki náð öðrum eins árangri í sjö ár. Það var söngkonan Jade Ewen sem söng lagið It´s my time sem Andrew Lloyd Webber samdi.

Perez fúll fyrir hönd Ditu Von Teese

Stjörnubloggarinn Perez Hilton er fúll út í aðstandendur Evróvisjón keppninnar fyrir að vanýta hina fögru Ditu Von Teese en hún dansaði við Þýska lagið Miss Kiss Kiss Bang í gærkvöldi.

Bomba á atkvæðaveiðum í Búlgaríu

Fyrirsætan, fegurðardrottningin og búlgarski landneminn, Ásdís Rán, heldur úti grimmum áróðri fyrir hönd íslenska framlagsins til Júróvisjón í Búlgaríu. Eins og allir sem fylgjast vel með Júróvisjón þá er það lífsnauðsynlegt að hafa Austur-Evrópu sín megin enda oft sem þær þjóðir bindast tryggðarböndum og koma sínum áleiðis. Mörgum til mikillar armæðu.

Greindist með krabbamein í andliti

Furðufuglinn Michael Jackson er kominn með húðkrabbamein í andlitið samkvæmt nýjustu fréttum af hinum sérlega óheppna kappa. Hann söng eftirminnilega slagarann „Beat it“ á sínum tíma og aðdáendur hans segja að hann muni gera það sama við krabbameinið.

Friðrik Ómar syngur í lukkubrókunum

„Ég syng alltaf í sömu brókinni þegar mikið liggur við, ég söng í þeim í fyrra og verð í þeim líka núna,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, einn þriggja bakraddasöngvara Jóhönnu Guðrúnar á Eurovision-keppninni í Moskvu.

Dita Von Teese dillaði brjóstunum

Listakonan Dita Von Teese, fyrrverandi kærasta hins ófrýnilega Marylins Manson, beraði brjóstin uppi á sviði við æfingar á lagi Þýskalands í Eurovision-keppninni.

Ekki í samkeppni við Palla

Eyjólfur Kristjánsson ætlar að gera sér lítið fyrir og halda Eurovison-kvöld á sama tíma og Páll Óskar heldur sitt árlega Eurovision-ball á Nasa. Hann er hvergi smeykur og vísar því á bug að hann sé í samkeppni við Palla.

Susan Boyle boðið hlutverk í söngleik

Söngleikjamógúllinn Andrew Lloyd Webber hefur lofað Susan Boyle, sem uppgötvuð var í Britain‘s Got Talent, hlutverki í söngleik. Lloyd Webber hitti Boyle nýlega í upptökuveri í London og segist ætla að finna hlutverk fyrir hana. „Hún er frábær og mikill aðdáandi sýninganna minna. Ef hana langar til að vera í einni þeirra, þá gæti það vel gerst. Það yrði að vera rétta hlutverkið. Hún á bjarta framtíð,“ segir hann.

Jóhanna Guðrún besti flytjandinn í ár

Alexander Rybak sem keppir fyrir Noreg í Eurovision og margir spá sigri annað kvöld er gríðarlega hrifinn af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur en þau etja kappi í úrslitum keppninnar annað kvöld. Í viðtali við Kastljósið í kvöld sagði Alexander að Jóhanna Guðrún væri besti flytjandinn í keppninni ár og hann hefði heillast þegar hann heyrði hana flytja lagið, Is it true?, í undankeppninni á þriðjudag.

Ný Idolstjarna krýnd í kvöld

Úrslitaþáttur Idolstjörnuleitar er nú hafinn í beinni útsendingu frá Smáralindinni á Stöð 2. Þar verður ný Idolstjarna krýnd en það eru þær Hrafna og Anna Hlín sem berjast um titilinn. Í verðlaun eru tvær milljónir króna. Ellefu keppendur hófu keppni í Smáralindinni og nú er komið að lokasprettinum. Margt verður í boði á úrslitakvöldinu því auk stúlknanna mun Bubbi Morthens troða upp ásamt hljómsveitin sinni Egó og Pétur Jóhann Sigfússon mun slá á létta strengi.

Sjá næstu 50 fréttir