Lífið

Fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi ritar endurminningar sínar

Jon Hákon Halldórsson skrifar
Sarah Palin er ekki gömul kona. Henni finnst samt tímabært að rita endurminningar sínar.
Sarah Palin er ekki gömul kona. Henni finnst samt tímabært að rita endurminningar sínar.
Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska og fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi, hyggst gefa út endurminningar sínar í bók. Samkvæmt upplýsingum frá kosningastjórn hennar valdi hún Lynn Vincent, rithöfund úr röðum íhaldsmanna til að skrifa bókina.

Ekki er komið nafn á bókina en gert er ráð fyrir að bókaforlagið HarperCollins gefi hana út. Vincent hefur skrifað fjölmargar bækur en titillinn "Donkey Cons: Sex, Crime and Corruption in the Democratic Party" er ef til vill sá sem vekur mesta eftirtekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.