Lífið

Hannibal snýr aftur

Eftirminnilegur Anthony Hopkins var ákaflega eftirminnilegur í hlutverki Hannibals Lecter í kvikmyndinni The Silence of the Lambs.
Eftirminnilegur Anthony Hopkins var ákaflega eftirminnilegur í hlutverki Hannibals Lecter í kvikmyndinni The Silence of the Lambs.

Einhver fágaðasta mannæta seinni tíma, Hannibal Lecter, mun væntanlega snúa aftur á hvíta tjaldið. Sir Anthony Hopkins og Sir Ridley Scott eru nú að vinna að því að endurvekja þetta skrímsli sem hafði þó svo fínan smekk á bæði vínum og fallegri tónlist. Hannibal Lecter birtist fyrst í Manhunter þar sem Brian Cox lék hann en raðmorðinginn varð fyrst frægur þegar Hopkins túlkaði hann í frægri kvikmynd Jonathans Demne, Lömbin þagna, árið 1991 og fékk hárin til að rísa á hnökkum kvikmyndahúsagesta.

Hopkins var síðan aftur á ferðinni líki Lecters í kvikmyndinni Hannibal sem fékk fremur dræmar viðtökur árið 2001. Öllu betri þótti Red Dragon sem var frumsýnd 2002 en þar er því lýst hvernig Jack Crawford hefur hendur í hári Hannibals. Eftir því sem fregnir herma úr Hollywood hefur Cate Blanchett verið orðuð við hlutverk Clarice Starling en Jodie Foster gaf það frá sér til að leikstýra Claire Danes í Flora Pum. Innan úr herbúðum Universal-myndversins heyrist að Hopkins og Scott séu báðir mjög ákafir í gerð kvikmyndarinnar, sem yrði framhald af Lömbin þagna. „Okkur líkar vel við það sem við höfum séð, handritið er virkilega gott," sagði innanbúðarmaður hjá kvikmyndaverinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.