Lífið

Fimm Rússar létu sjá sig í Officera klúbbnum

Einar Bárðarson segir að stemningin hafi verið svolítið sérstök.
Einar Bárðarson segir að stemningin hafi verið svolítið sérstök.
Icelandair Technical Services á Keflavíkurvelli, dótturfyrirtæki Icelandair, hélt vorfagnað fyrirtækisins í Officera klúbbnum í gær. Brugðið var á leik og grillað og slegið á létta strengi sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað að meðal gesta ITS á vorfagnaðinum voru 5 Rússar.

Einar Bárðarson, sem rekur Officeraklúbbinn, segir að ekki sé vitað til þess að rússneskir ríkisborgarar hafi áður stigi fæti inní Officera klúbbinn sem áður fyrr var höfðuðvígi afþreyingar fyrir offursta og herforingja bandaríska hersins.

„Þetta var svolítið sérstakt. Það stóð þó aldrei annað til en að bjóða þá velkomna enda ekki annað komið til greina. En ég hafði áhyggjur af húsdraugnum enda leið ekki á löngu þangað til að klúbburinn varð símasambandslaus við umheiminn. Símalínan í húsið rofnaði þannig að fyrir þá sem trúa á slíkt og hafa gaman að samsæriskenningar þá er þetta mikill efniviður. Annars fór þetta vel fram og allir skemmtu sér konunglega. Enda Officera klúbburinn sniðið í svona fyrirtækjaskemmtanir og mikið sóst í þær hjá okkur," segir Einar Bárðarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.