Lífið

Federline vill komast í form

Feitur Kevin Federline þykir nokkuð mikill um sig þessa dagana en hann er að taka sig á.
Feitur Kevin Federline þykir nokkuð mikill um sig þessa dagana en hann er að taka sig á.

Kevin Federline hefur nánast ekkert komist í fréttir eftir að fyrrverandi eiginkonan náði sæmilegri geðheilsu. Nú eru bandarískir fjölmiðlar hins vegar farnir að veita honum meiri athygli þótt fréttaefnið sé Federline ekki að skapi. Því dansarinn er í stað K-Fed kallaður Feiti-Fed. Hann er sagður hafa bætt á sig 25 kílóum síðan hann og Britney skildu árið 2006.

En nú hefur Federline ákveðið að setja sér stólinn fyrir dyrnar og mætir í líkamsræktina á hverjum degi. „Kevin hefur aldrei verið mikið fyrir líkamsræktarstöðvar, hann hefur haldið sér í formi með því að dansa. Nú er hann hins vegar mættur á hverjum degi og rífur í lóðin þrjá tíma í senn.“ Af fyrrverandi eiginkonunni er það hins vegar að frétta að fyrrverandi samstarfsmenn hennar reyna nú af öllum mætti að fá nálgunarbanni á sig hnekkt.

Fyrst var það umboðsmaðurinn Sam Lufti og nú er það lögfræðingurinn Rob Eardly. Hann krefst þess að nálgunarbanninu verði aflétt og því má ljóst vera að andlit Britney Spears verður eitthvað lengur í blöðunum fyrir annað en bara tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.