Lífið

Kris Allen vann American Idol

Hinn 23 ára gamli Kris Allen bar sigur úr býtum í áttundu American Idol-keppninni sem lauk í nótt. Allen atti kappi við Adam Lambert í úrslitaþættinum sem var sýndur beint á Stöð 2.

Sigurinn kom Kris í opna skjöldu því fyrirfram hafði verið búist við því að Adam Lambert myndi fara með sigur af hólmi.

„Er þér alvara?" spurði Kris þegar kynnirinn Ryan Seacrest tilkynnti honum að hann væri sigurvegari.

Adam vakti mikla athygli í þessari keppni og sagði Simon Cowell meðal annars að hann myndi verða heimsfrægur. Kris sagðist líða vel með sigurinn en bætti við að hann teldi að Adam hefði átti sigurinn skilið.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.